Print

Þorrablót á Bóndadegi

Þann 21.01.2015.

þorramaturNæst komandi föstudag 23. janúar er BÓNDADAGUR.

Í Drafnarsteini hefur skapast sú hefð  að halda upp á daginn með ÞORRABLÓTI.

Boðið er upp á hefðbundinn islenskan þorramat, sungið og skoðaðir gamlir munir.

Einnig höfum við lagt til að allir komi í einhverju íslensku og þjóðlegu.

 PABBAR og AFAR

Að þessu sinni ætlum við að byrja daginn með að bjóða pöbbum og öfum að koma,  

og fá sér hafragraut og slátur með okkur milli 08:30 og 09:30.  Hlökkum til að sjá sem flesta Smile

 GAMLIR MUNIR  - Trölladynga og Hóll

Í gegnum árin höfum við útbúið lítið þjóminjasafn hjá okkur.  Börn og starfsmenn hafa komið með gamla muni, sem eru til sýnis og saga þeirra sögð.

Print

Fóa og Fóa feykirófa

Þann 12.01.2015.

ánheitisNú höfum við byrjað á sögu vetrarins 2015 sem að þessu sinni er sagan af Fóu og Fóu feykirófu.  Semmtilegt ævintýri um tvær skrýtnar kerlingar.  Hér getið þið lesið söguna:

Sagan af Fóu og Fóu feykirófu

 

 Hér eru skemu deildanna:

Ljúflingsholt

Hulduhólar

Álfheimar

Trölladyngja

Hlíð 

Hóll

Print

Nýr deildarstjóri Álfheima

Þann 07.01.2015.

DóraHalldóra Sigtryggsdóttir, hefur tekið við deildarstjórastöðu Álfheima.  Hún tekur við af Ingu Rósu, sem fer í sérkennslu.  

Dóra er leikskólakennari og grunnskólakennari að mennt og er í námi í sérkennslufræðum við HÍ. Hún hefur starfað við skólann síðan haustið 2006. 

Við bjóðum Dóru velkomna í nýtt hlutverk í skólanum og velkomna aftur heim, þar sem hún var haustönnina í Svíþjóð.  Smile

 

 

 

 

 

Jóhanna myndJóhanna Hreinsdóttir mun halda áfram stöðu sérkennslustjóra.

 

 

 

SigurbaldurSigurbaldur P. Frímannsson sem hefur verið á Hóli, flytur sig yfir á Álfheima og kemur í stað Kristnýjar sem hætti nú um áramót.