Print

Rúgbrauð og vorrúllur

Þann 03.03.2015.

Starfsmenn Drafnarsteins eru í fjáröflun vegna námsferðar leikskólans til Brighton í lok apríl n.k..
Við héldum fjáröflunarmarkað á Bláa róló í lok nóvember s.l. við góðar viðtökur.

Að undanförnu höfum við fengið fyrirspurnir um DRAFNARSTEINS - rúgbrauðið góða
og VORRÚLLURNAR hennar Nemiu.

Því höfum við ákveðið að taka áskorun og framleiða þetta góðgæti til þeirra sem vilja
fimmtudagskvöldið 5. mars.

Tekið verður við pöntunum eftir helgi og varan afhent föstudaginn 6. mars.
(aðeins framleitt eftir pöntun)

* rúgbrauðið kostar kr. 400
* 20 litlar vorrúllur litlar kr. 1,500,-

Kær kveðja
frá starfsmönnum Drafnarsteins

FullSizeRender

images

 

Print

Nemi frá Noregi

Þann 23.02.2015.


Ingvild    Mánudaginn 23. febrúar kom til okkar Ingvild Hellenes, norskur leikskólakennaranemi frá Högskolen i Sogn og Fjordene.

Hún verður hjá okkur fimm vikur sem er hluti af hennar verknámi.  Þetta er í sjöunda skipti sem við tökum nema frá þessum skóla.

Ingvild verður á Trölladyngju undir leiðsögn Önnu Blöndal.  Við bjóðum hana innilega velkomna til okkar.

 

 

Print

mömmu- og ömmukaffi

Þann 23.02.2015.

kaffikanelsnúðarAð tilefni konudagsins í gær, buðum við mömmum og ömmum í kaffi og kanelsnúða,  í morgun.  Við þökkum frábæra mætingu og notalega stund.