Prenta |

Skipulagsdagur á föstudaginn 20.nóvemer

Þann 17.11.2015.

Munið skipulagsdaginn föstudaginn, 20.nóvember 2015

Remider of a planing day, friday the 20.of november 2015

Prenta |

Dagur íslenskrar tungu

Þann 14.11.2015.

Mánudaginn 16. nóvember n.k., höldum við upp á Dag íslenskrar tungu í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu.

image001Þar munu börnin flytja lög og texta í tilefni dagsins.
Dagskráin hefst kl. 15:30 í aðalsal safnsins.

Þátttakendur í þessum viðburði eru börn leikskólans fædd 2010, 2011. 2012 og 2013

Þetta er árlegur viðburður í starfi skólans og síðustu ár höfum við verið í samstarfi við Borgarbókasafnið.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Prenta |

Virðing í Vesturbæ

Þann 10.11.2015.

Leikskólar í Vesturbænum í samstarfi við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar hafa unnið að því að útbúa sameiginlega eineltisáætlun fyrir Vesturbæinn.  Það var gert til þess að skapa samhljóm í forvarnavinnu leikskóla hverfisins.  

Af tilefni útgáfu hennar og dag eineltis, var á föstudaginn 6. nóvember mikið fjör á Ægisíðunni, þar sem flestir leikskólar úr Vesturbænum voru saman komnir til að taka við eineltisáætlun fyrir leikskóla í Vesturbæ.
Áætlun þessi nefnist "Virðing í Vesturbæ".

Það var Skúli Helgason borgarfulltrúi sem afhendi börnum úr leikskólunum áætlun fyrir sinn skóla.

Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa Drafnarsteins taka við okkar eintaki.
Móttaka eineltisáætlunnar

http://reykjavik.is/frettir/eineltisstefna-leikskola-i-vesturbae

Við erum góð hvert við annað

Það er gaman að vera saman

Það eru ekki allir eins

Við erum hjálpsöm

Hér er : Virðing í Vesturbæ