Print

Náttfata-og bangsadagur

Þann 29.10.2014.

bangsiÁ föstudaginn ætlum við að gera okkur dagamun og njóta þess að vera á náttfötunum og taka með okkur bangsa.  Sú hefð hefur skapast að kveðja bókmenntamánuðinn október með náttfataballi og þar sem alþjóðlegi bangsadagurinn var á mánudaginn síðasta, höfum við þá meðWink.

 Bókmenntamánuðurinn og náttföt - jú af því að í fyrsta sinn sem bókmenntahátíðin var haldin var þemað vögguvísur og þá voru náttföt upplögð og engin ástæða til að breyta því Smilenáttföt

Print

Þórarinn Eldjárn í heimsókn

Þann 28.10.2014.

Þórarinn eldjárnÁ morgun, miðvikudaginn 29.október fáum við rithöfundinn, Þórarinn Eldjárn í heimsókn. Hann ætlar að heimsækja eldri börn skólans, spjalla við þau og jafnvel lesa fyrir þau.  Þar sem við höfum verið að vinna með bækur hans í október er þetta mikill heiður og hlökkum við mikið til.

Þórarinn kemur í Drafnarborg og hittir börnin á Hóli kl:10:00 og í Dvergasteini hittir hann börnin á Álfheimum og Trölladyngju kl:13:00.

Print

Dúó-Stemma breytt tímasetning

Þann 24.10.2014.

Það komu upp veikindi hjá Dúó-Stemmu í dag, þannig að ekkert varð af sýningum.  En þau vilja ólm koma og ætla því að mæta á þriðjudaginn 28. október.  Sýningarnar verða eftir sem áður tvær, en eftir hádegi.

13:30 - Hóll, Álfheimar og Trölladyngja

14:30 - Hlíð, Ljúflingsholt og Hulduhólar