Prenta |

Páskaföndur

Ritað 20.03.2017.

Frá stjórn foreldrafélagsins:

páskarÍ undirbúningi fyrir páska mun foreldrafélagið bjóða upp á páskaföndur fyrir foreldra og börn 

laugardaginn 1. apríl, klukkan 11 - 13 í aðalrými Dvergasteins.

Léttar veitingar, ásamt öllu efni til föndursins, verða í boði.

Hlökkum til að sjá sem flest ykkar!

Prenta |

Nemar frá Hogskulen pa Vestlandet í Noregi

Ritað 16.03.2017.

Sogndal

Eins og eflaust margir hafa tekið eftir höfum við fengið þrjá leikskólakennaranema í viðbót frá Noregi.  Þetta er níunda árið sem við fáum nema frá Hogskulen pa Vestlandet, sem er staðsettur í Songdal. Þetta árið eru þau fjögur, Jogeir sem var hjá okkur um daginn og nú eru það þau, Signe, Jan Erik og Filip.  Íris deildarstjóri á Hóli er verknámskennari Signe, Anna deildarstjóri á Trölladyngju er með Jan Erik og Dóra með Filip á Álfheimum.  Þau eru öll á öðru ári í leikskólakennarafræðum og eru í starfsnámi hjá okkur í fimm vikur.   Velkomin 

signeJan Erikfilip

Prenta |

Umhverfisfundir

Ritað 08.03.2017.

graenfani1Í Grænfánaverkefninu okkar erum við nú í vor að ljúka þemavinnunni, átthagar.  Við höfum í þessu þema ekki verið nógu dugleg að hafa fundi þó að vinnan hafi verið í gangi en nú höfum við ákveðið að spíta í lófana.  

Öll elstu börnin (fædd 2011) eru í nefndinni ásamt einum starfsmanni af hverri deild og Doju, sem er verkefnastjóri. Við höfum einnig fengið foreldri.  Við vorum með fund í febrúar og næsti fundur er í dag.  En það eru mánaðarlegir fundir þar sem við förum yfir stöðuna.  Átthagaþemað, beinist að öllum börnum skólans, elstu börnin fara í skipulagðar vetvangsferðir hálfsmánaðarlega, önnur börn fara einnig í að skoða nærumhverfi sitt.  Þó að við séum með áheyrslu á þetta þema núna fram á vorið erum við enn að vinna í flokkun, að spara vatn og rafmagn.  Funargerðir eru hér á síðunni, undir Grænfáni hér að ofan.