Prenta |

Þorrablót. Pabba -og afa kaffi

Ritað 18.01.2017.

þorramaturNæst komandi föstudag 20. janúar er BÓNDADAGUR.

Í Drafnarsteini hefur skapast sú hefð að halda upp á daginn með ÞORRABLÓTI.
Boðið er upp á hefðbundinn islenskan þorramat, sungið og skoðaðir gamlir munir.
Einnig höfum við lagt til að allir komi í einhverju íslensku og þjóðlegu.

PABBAR og AFAR

Að þessu sinni ætlum við að byrja daginn með að bjóða pöbbum og öfum að koma,
og fá sér hafragraut og slátur með okkur milli 08:30 og 09:30.
Hlökkum til að sjá sem flesta 

On Friday we will celebrate Bóndadagur in Drafnarsteinn.
That day we invite fathers and grandfathers to have traditional breakfast,
porridge and slátur, with the children.
It starts at 8:30 – 9:30.
We look forward seeing you 

Prenta |

Ný stjórn foreldrafélags Drafnarsteins

Ritað 16.01.2017.

Nú hefur ný stjórn foreldrafélagsins hafið störf og fundargerð komin hér á heimasíðuna.  

Guðný Marta verður formaður áfram, hún er mamma Ísaks Óla á Hóli, Lára er gjaldkeri áfram, hún á Krumma á Álfheimum, Kjartan er nýr í stjórn, hann er pabbi Alexanders á Ljúflingsholti, Lilja Nótt er áfram og  er mamma Emmu á Hulduhólum, Guðrún Birna er áfram og á bræðurna Jakob Bjarna og Gunnar Nóa á Hlíð og Þorgeir er nýr og er pabbi bræðarana Didda á Hulduhólum og Stígs á Ljúflingsholti.  Til hamingju með ykkur :)

 

Prenta |

Ótrúleg eru ævintýrin

Ritað 11.01.2017.

220px Jón ÁrnasonGleðilegt ár!

Á nýju ári kemur nýtt ævintýr, að þessu sinni er það þjóðsagan Velvakandi og bræður hans, úr þjóðsögum Jóns Árnasonar.  Það hafa nú allir fengi söguna senda heim ásamt orðskýringum, dagsetningum og skema.  Okkur hlakkar mikið til eins og alltaf þegar við byrjum á nýrri sögu.

Við munum halda samstarfi okkar við Myndlistaskóla Reykjavíkur áfram og börn fædd 2012 fara á námskeið að þessu sinni.

Í Grænfánavinnunni heldur þemað um átthagana áfram auk þess sem við tökum okkur á í síðasta þema, sem er flokkun, rafmagn og vatn.  Öll börn og starfsmenn taka þátt í því.

Við ætlum okkur að taka þátt í Barnamenningarhátíð sem er á vordögum í samvinnu við Borgarbókasafn og hafa þar sýningu á þjóðsöguvinnunni og Sleypnisþemanu frá því í október.

Við munum fá norska leikskólakennaranema, líklegast í 10 skiptið, það er allaf gott að fá nema.

Sem sagt fullt af skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum á nýju ári.