Print

Jólaball

Þann 17.12.2014.

Eins og kemur fram á desember skemanu eru jólaböllin núna á fimmtudag og föstudag.

Dancing Around the Christmas Tree

Fimmtudaginn 18.desember í DRAFNARBORG

Föstudaginn 19.desember í DVERGASTEINI

Bæði jólaböllin eru kl:10:00 þar sem börn og starfsfólk gera sér hátíðlegar stundir, með því að dansa í kringum jólatréð og borða svo hangikjöt með öllu tilheyrandi í hádeginu.  

Við hlökkum að sjálfsögðu mikið til og börnin eru búin að fylgjast spent með þegar tréin hafa verið sett upp og þau skreytt.  Svo eru þau að sjálfsögðu sannfærð um að við fáum einhverja heimsókn ....og ég held að það sé rétt hjá þeim.... Wink

Print

Aðventukaffi foreldra undirbúið

Þann 05.12.2014.

Aðventa 001Aðventa 006Aðventa 008Aðventa 019Aðventa 013

 

 

 

 

 

 

 

 

Í morgun voru börnin dugleg að mála piparkökur sem þau bökuðu sjálf fyrr í vikunni.  Þau voru að undirbúa aðventukaffi fyrir foreldra sína, sem verður í næstu viku, eða á þriðjudaginn 9. des í Drafnarborg og miðvikudaginn 10. des í DvergasteiniAðventukaffið er á milli kl:8:00-9:30.  Boðið verður upp á morgunhressingu, kakó og piparkökur.  Hlökkum til að sjá sem flesta Laughing

 

 

 

 

Print

Grýla og jólasveinarnir

Þann 03.12.2014.

Desembermánuður byrjar enn sem fyrr á því að fá Leikhús í tösku, flytja Gýlu og jólasveinana.  Það er leikkonan Þórdís Arnljótsdóttir sem fer á kostum í öllum hlutverkum.  Sýningarnar voru tvær, ein í Drafnarborg og önnur í Dvergasteini, nutu börn og fullorðnir þess til þess ýtrasta.  Aðventan byrjar vel.

161 Small186 Small

222 Small

151 Small