Prenta |

Dagur leikskólans

Þann 05.02.2016.

Í dag, föstudaginn 5.febrúar héldum við uppá Dag leikskólans.  Hinn eiginlegi Dagur leikskólans er reyndar 6. febrúar en á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmið dagins er að beina sjónum að leikskólanum og því kraftmikla starfi sem þar fer fram á degi hverjum.

Að því tilefni, lékum við okkur með ljós og skugga, okkur fannst það viðeigandi þar sem Vetrarhátið stendur einnig yfir. http://www.vetrarhatid.is/

Til hamingju með daginn :)

IMG 6140IMG 6152IMG 6180IMG 6185Myndavél Hóll 5.feb 159Myndavél Hóll 5.feb 166

Prenta |

Þorrablót

Þann 19.01.2016.

þorramaturNæst komandi föstudag 22. janúar er BÓNDADAGUR.

Í Drafnarsteini hefur skapast sú hefð að halda upp á daginn með ÞORRABLÓTI.
Boðið er upp á hefðbundinn islenskan þorramat, sungið og skoðaðir gamlir munir.
Einnig höfum við lagt til að allir komi í einhverju íslensku og þjóðlegu.

 

PABBAR og AFAR
Við ætlum að byrja daginn með að bjóða pöbbum og öfum að koma,
og fá sér hafragraut og slátur með okkur milli 08:30 og 09:30.
Hlökkum til að sjá sem flesta Smile

GAMLIR MUNIR - Álfheimar -Trölladynga og Hóll
Í gegnum árin höfum við útbúið lítið þjóminjasafn hjá okkur.
Börn og starfsmenn hafa komið með gamla muni, sem eru til sýnis og saga þeirra sögð.

Prenta |

Skipulagsdagur

Þann 12.01.2016.

meeting1Við minnum á, að á mánudaginn 25.janúar, er skipulagsdagur.  Þennan dag er lokað.

On monday the 25 of january we have a teachers planing day.  That day the Play-school is closed.