Fréttabréf til foreldra
Reykjavik er ein af bókmenntaborgum UNESCO og heldum við lestrarhátíð í október. Að þessu sinni var þema 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Börnin á Hóli skoðuðu íslenskra fánan, litina og þýðinguna í þeim. Elsti hópurinn fór í bæinn í fánaleit. Við fórum líka í heimsókn á staðinn sem fáninn var byrtur í fyrsta skipti árið 1918. Sum börn komu með mynd af ættingjum sem lifðu þegar Ísland varð fullvalda þjóð árið 1918. Fullveldisþema er búinn að vera mjög spennandi. Við skoðuðum gamlar myndir úr ljósmyndasafni Reykjavikur um þann tíma og börnin veltu fyrir sér að sjá allt þetta fólk og dýr sem eru ekki lengur á lífi núna.
Náttfataball var haldin 26.október á bangsadaginn.
Við heldum áfram að hlusta og hreyfa okkur eftir reggí tónlist
Börnin ykkar eru hrifin af því að raða og flokka tölur, steina og aðra litla hluti og skapa listaverk úr því.
Dótalausa útiveran býður upp að kenna allskonar felu-og eltingaleiki.
Endilega styðjið og æfið barnið/börnin ykkar að vera meiira sjálfbjarga, t.d að klæða sig í útifötin sín.
Kveðja frá starfsfólkinu á Hóli