Hvatningarverðlaun skóla-og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar

Hvatningarverðlaun skóla-og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar

Leikskólinn Drafnarsteinn fékk hvatningarverðlaun skóla og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar í dag. Verðlaunin eru veitt árlega, á degi leikskólans fyrir framúrskarandi fagstarfs með börnum.
Í fréttinni kemur m.a. fram:
Læsisteymið í Drafnarsteini til fyrirmyndar
Í leikskólanum Drafnarsteini starfar læsisteymi sem leggur reglulega áætlun um skiplagða málörvun og læsi í leikskólastarfinu. Teymið fylgir eftir læsisáætlun leikskólans, fylgist með stöðu barna og veitir starfsfólki á deildum og foreldrum fræðslu og stuðning í vinnu við að örva mál og læsi. Í umsögn dómnefndar segir m.a.:
Í Drafnarsteini er farin árangurrík leið til þess að innleiða og viðhalda læsisstefnu leikskólans. Starf læsisteymisins er til fyrirmyndar og mikillar eftirbreytni fyrir aðra leikskóla.
Guðbjörg Sigurðardóttir sérkennslustjóri hefur stýrt hópnum með mikilli fagmennsku og metnaði. Enda er allt samstarfsfókið mitt til fyrirmyndar, sem vinna af heilum hug, með mikilli fagmennsku og kærleika fyrir börnin okkar ❤ Til hamingju!
Við fengum góða gesti beint eftir óveðrið 7.febrúar, með verðlaunin,dásamlega mynd eftir Einar Baldurson, hlý orð og köku ❤ Takk ❤ 

 

Dear parents

Yesterday we had the honor to receive an award from the School department in Reykjavíkurborg. This award is given once a year on the day of Play-schools, which was on Sunday 6 February.

I am very proud that we have received an award for this very project, as literacy has been our common thread in our work.
In this team is the management team (the class-head theathers) , ie. head of department and our special education director Guðbjörg Sigurðardóttir has led the group.

From the news:
The literacy team in Drafnarsteinn is exemplary
Drafnarsteinn preschool has a literacy team that regularly submits a plan for organized language stimulation and literacy in preschool activities.
The team follows the preschool's literacy plan, monitors the situation of children and provides staff and departments with education and support in stimulating language and literacy. The opinion of the jury states, among other things:
In Drafnarsteinn, a successful way has been taken to implement and maintain the kindergarten's literacy policy. The work of the literacy team is exemplary and a great example for other kindergartens.

We got a beautiful picture by the artist Einar Baldursson. This award really comes at a good time and really encourages us to continue ❤

Lesa >>


Nýkjörin stjórn foreldrafélagsins

Nýkjörin stjórn foreldrafélagsins

Þann 24 janúar sl var aðalfundur foreldrafélagsins haldin á netheimum. Fundurinn gekk mjög vel og mæting góð. On January 24, the general meeting of the parent association was held online. The meeting went very well and attendance was good.

Nýkjörin í stjórn eru: 

Guðrún Birna Brynjarsdóttir, formaður
Halldóra Björk Bergþórsdóttir, varaformaður
Hróar Hugosson, gjaldkeri
Eva María Hilmarsdóttir, ritari
Guðný Marta Aradóttir, meðstjórnandi
Katrín Harðardóttir, meðstjórnandi

Við óskurm nýrri stjórn til hamingju :) 

Lesa >>


Fimmti Grænfáni Drafnarsteins dreginn að hún

Fimmti Grænfáni Drafnarsteins dreginn að hún

Á degi íslenskrar náttúru, þann 16. september, fengum við fimmta Grænfánann okkar afhentan!! En um þessar mundir höfum við starfað í verkefninu „skólar á grænni grein“ í 10 ár.
Hrærð og stolt tókum við á móti honum í garðinum í Drafnarborg. Brekkkubörn sem eru i umhverfisnefnd skólans tóku á móti fánanum frá Landvernd og sungu fyrir viðstadda en ráðherrarnir tveir Lilja og Guðmundur dróu fánann að húni.

Einnig var undirritaður nýr styrktarsamningur Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Landverndar vegna verkefnisins Skólar á grænni grein. Með samningnum er rekstur verkefnisins hér á landi tryggður til næstu fimm ára. Undirritunin fór fram við hátíðlega athöfn í leikskólanum . Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðuherra, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra og Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, undirrituðu samninginn.

Undirritunin markar upphaf afmælisárs Skóla á grænni grein, en í ár eru 20 ár frá því það hóf göngu sína hér á landi. Andakílsskóli, Fossvogsskóli og Selaásskóli voru fyrstu skólarnir á Íslandi til að skrá sig til leiks. Stuttu síðar hófu leikskólar þátttöku og var leikskólinn Norðurberg í Hafnarfirði sá fyrsti á Íslandi og einn sá fyrsti í heiminum öllum til að hefja þátttöku í verkefninu. Nú eru þátttökuskólar hátt í 200 á öllum skólastigum hér á landi og eru þeir í hópi 51 þúsund skóla í 70 löndum um allan heim sem taka þátt.

Lesa >>


Sumarlokun

Sumarlokun

Í sumar verður Drafnarsteinn lokaður frá 12.júlí - 10 ágúst.

Lesa >>

 Fréttasafnið

Prenta | Netfang