Fimmti Grænfáni Drafnarsteins dreginn að hún

Fimmti Grænfáni Drafnarsteins dreginn að hún

Á degi íslenskrar náttúru, þann 16. september, fengum við fimmta Grænfánann okkar afhentan!! En um þessar mundir höfum við starfað í verkefninu „skólar á grænni grein“ í 10 ár.
Hrærð og stolt tókum við á móti honum í garðinum í Drafnarborg. Brekkkubörn sem eru i umhverfisnefnd skólans tóku á móti fánanum frá Landvernd og sungu fyrir viðstadda en ráðherrarnir tveir Lilja og Guðmundur dróu fánann að húni.

Einnig var undirritaður nýr styrktarsamningur Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Landverndar vegna verkefnisins Skólar á grænni grein. Með samningnum er rekstur verkefnisins hér á landi tryggður til næstu fimm ára. Undirritunin fór fram við hátíðlega athöfn í leikskólanum . Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðuherra, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra og Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, undirrituðu samninginn.

Undirritunin markar upphaf afmælisárs Skóla á grænni grein, en í ár eru 20 ár frá því það hóf göngu sína hér á landi. Andakílsskóli, Fossvogsskóli og Selaásskóli voru fyrstu skólarnir á Íslandi til að skrá sig til leiks. Stuttu síðar hófu leikskólar þátttöku og var leikskólinn Norðurberg í Hafnarfirði sá fyrsti á Íslandi og einn sá fyrsti í heiminum öllum til að hefja þátttöku í verkefninu. Nú eru þátttökuskólar hátt í 200 á öllum skólastigum hér á landi og eru þeir í hópi 51 þúsund skóla í 70 löndum um allan heim sem taka þátt.

Lesa >>


Sumarlokun

Sumarlokun

Í sumar verður Drafnarsteinn lokaður frá 12.júlí - 10 ágúst.

Lesa >>Drafnarborg 70 ára

Drafnarborg 70 ára

Drafnarborg fagnar í dag 70 ára stórafmæli. Af því tilefni verður efnt til afmælisveislu með börnum og starfsfólki í litlum hópum eins og leikskólastarfið býður upp á um þessar mundir. 

Leikskólinn Drafnarborg tók til starfa 13. október 1950 og var fyrsti leikskóli borgarinnar sem teiknaður var sem barnaheimili og byggður með þarfir ungra barna í huga. Arkitekt hússins var Þór Sandholt. Leikskólinn var rekinn af Barnavinafélaginu Sumargjöf fram til ársins 1987 þegar Reykjavíkurborg tók við rekstrinum. Þá var Bryndís Zoëga leikskólastjóri og hafði gegnt þvístarfi frá upphafi. Alls starfaði hún í 41 ár á Drafnarborg.

Skólalóðin við gömlu Drafnarborg hefur nú tekið stakkaskiptum. Hún hefur að fullu verið endurgerð með tilliti til þess að skólinn þjónar nú alfarið leikskólabörnum á aldrinum 1-2 ára. Einnig voru gerðar breytingar innan húss til að skapa sem besta aðstöðu fyrir yngstu leikskólabörnin en 26 börn á aldrinum 1-2 ára dvelja þar nú á tveimur deildum.

https://reykjavik.is/frettir/drafnarborg-fagnar-sjotugsafmaeli

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/10/13/sungid_dansad_bakadar_vofflur_og_blasid_i_blodrur/?fbclid=IwAR1-LVwXVULbeCUYQJ5VH0e2XQ6on-GZk8QG_0Ge_dNRtwNG0lT3oaMJVqU

 

Lesa >>


Skóladagatal 2020-2021

Skóladagatal 2020-2021

Hér er skóladagatal 2020-2021.  Þar er að finna þá 6 skipulagsdaga skólaársins en þá eru kennarar að vinna án barna, en aðrir dagar og uppákomur verða auglýstir sérstaklega, þar sem við vitum ekki alveg enn hvernig og hvort verða vegna Covid.  

Lesa >>

 Fréttasafnið

Prenta | Netfang