Sumarlokun

Sumarlokun

Í sumar verður Drafnarsteinn lokaður frá 12.júlí - 10 ágúst.

Lesa >>Drafnarborg 70 ára

Drafnarborg 70 ára

Drafnarborg fagnar í dag 70 ára stórafmæli. Af því tilefni verður efnt til afmælisveislu með börnum og starfsfólki í litlum hópum eins og leikskólastarfið býður upp á um þessar mundir. 

Leikskólinn Drafnarborg tók til starfa 13. október 1950 og var fyrsti leikskóli borgarinnar sem teiknaður var sem barnaheimili og byggður með þarfir ungra barna í huga. Arkitekt hússins var Þór Sandholt. Leikskólinn var rekinn af Barnavinafélaginu Sumargjöf fram til ársins 1987 þegar Reykjavíkurborg tók við rekstrinum. Þá var Bryndís Zoëga leikskólastjóri og hafði gegnt þvístarfi frá upphafi. Alls starfaði hún í 41 ár á Drafnarborg.

Skólalóðin við gömlu Drafnarborg hefur nú tekið stakkaskiptum. Hún hefur að fullu verið endurgerð með tilliti til þess að skólinn þjónar nú alfarið leikskólabörnum á aldrinum 1-2 ára. Einnig voru gerðar breytingar innan húss til að skapa sem besta aðstöðu fyrir yngstu leikskólabörnin en 26 börn á aldrinum 1-2 ára dvelja þar nú á tveimur deildum.

https://reykjavik.is/frettir/drafnarborg-fagnar-sjotugsafmaeli

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/10/13/sungid_dansad_bakadar_vofflur_og_blasid_i_blodrur/?fbclid=IwAR1-LVwXVULbeCUYQJ5VH0e2XQ6on-GZk8QG_0Ge_dNRtwNG0lT3oaMJVqU

 

Lesa >>


Skóladagatal 2020-2021

Skóladagatal 2020-2021

Hér er skóladagatal 2020-2021.  Þar er að finna þá 6 skipulagsdaga skólaársins en þá eru kennarar að vinna án barna, en aðrir dagar og uppákomur verða auglýstir sérstaklega, þar sem við vitum ekki alveg enn hvernig og hvort verða vegna Covid.  

Lesa >>


Sumarliðar

Sumarliðar

Þessi stórglæsilegi hópur eru sumarliðar Drafnarsteins í sumar.  Þau eru bæði úr Vinnuskóla Reykjavíkur, Sumarliðaverkefni Reykjavíkur og sum ráðin beint inn.  Það sem er skemmtilegast er að helmingur þeirra voru í leikskólanum sjálf þegar þau voru börn.  

Þetta eru þau Jóhanna, Bjartur, Hákon, Rakel, Anna, Sólveig Halla, Tómas, Grettir og Gísli :)  Velkomin! 

Lesa >>

 Fréttasafnið

Prenta |