Fundargerð foreldrafélagsins 9.janúar 2017

Fundur stjórnar foreldrafélags Drafnarsteins
9. janúar 2017, kl. 20:30
Mættir: Lilja Nótt, Lára, Kjartan, Þórunn, Guðrún Birna, Dóra fyrir hönd leikskóland og Guðný Marta sem ritar fundargerð. Þorgeir boðaði forföll.

1. Kosið var í hlutverk:
Guðný Marta verður formaður, Lára gjaldkeri, Kjartan ritari, Lilja, Þórunn, Guðrún Birna og Þorgeir meðstjórnendur.
2. Rætt um fjárhagslega stöðu. Félagið á 144.595. Samþykkt var á aðalfundi að innheimta tvisvar á ári, í febrúar og október. Gjaldið verður kr. 7.000 á ári á hvert barn, 9.000 fyrir systkini. Dóra mun senda nafnalisti í bankann til innheimtu.
3. Rætt um vinafjölskylduverkefni. Fram kom að búið er að þýða textann á nokkur tungumál. Ákveðið að nýta janúar til að koma bæklingi í uppsetningu. Haft verður samband við grafískan hönnuð.
4. Ákveðið að panta leikritið Íslenski fíllinn fyrir leikskólann í janúar. Elín Mjöll mun vera í samskiptum við leikhússtjóra og finna hentugan dag fyrir leiksýninguna. Leikritið kostar 70.000.
5. Myndlistarskólinn er að hefjast fyrir 2012 árganginn. Búið að tryggja fjármögnun.
6. Rætt um að endurvekja facebook síðu leikskólans sem vettvang fyrir foreldra að eiga samskipti um allt og ekkert er viðkemur börnunum og hverfinu. Foreldrafélagið mun ekki halda utan um síðuna en nota hana sem vettvang til að auglýsa viðburði ofl. Guðrún Birna poppar upp síðuna.
7. Næsta verkefni sem þarf að undirbúa er páskaföndrið. Ákveðið að boða til næsta fundar í mars, nánari dagsetning auglýst síðar.
Fundi slitið kl. 22:00

Prenta | Netfang

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar foreldrafélags Drafnarsteins haldinn 4.nóvember 2015 kl.20.30, á Slippbarnum.

Mættir: Ágústa Ósk Einars Sandholt, Guðný Marta Aradóttir, Lára Aðalsteinsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Þórunn Björnsdóttir og Elín Mjöll Jónasdóttir leikskólastjóri.

• Kosið í stjórn.
- Formaður – Guðný Marta Aradóttir
- Gjaldkeri – Lára Aðalsteinsdóttir
- Ritari – Ágústa Ósk Einars Sandholt
- Meðstjórnendur - Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Þórunn Björnsdóttir, Gunnar M Pétursson og Guðrún Birna Brynjarsdóttir.
• Elín Mjöll ætlar að senda á okkur plaggið um hlutverk foreldrafélaga í leikskólum.
• Fyrsta verk – jólaböllin (17.og 18.des).
- Elín er búin að redda jólasveinum.
- Foreldrafélagið sér um að kaupa pakka í poka jólasveinsins (um 130stk). Lára og Lilja Nótt fara í þau mál.
- Einnig sjáum við um kaup á mandarínum fyrir börnin og konfekti fyrir starfsfólk. Það verður gert daginn fyrir ball.
- Það kom sú hugmynd að halda jólaballið utan skólans, td í Vesturbæjarskóla, og hafa foreldra með. Elín ætlar að bera þessa hugmynd undir deildarstjóra Drafnarsteins.
• Foreldrafélaginu langar að gera það sem það getur til hjálpa að halda sýrlensku flóttafjölskyldunni hér á landi. Hugmynd kom um að senda út yfirlýsingu frá foreldrafélaginu fyrir hönd foreldrasamfélagsins á Drafnarsteini. Elín ætlar að leyfa okkur að fylgjast með framgangi mála og svo verður tekin ákvörðun hvað við gerum.
• Það er kominn verkefnastjóri yfir verkefninu Vinafjölskyldur, Guðbjört Guðjónsdóttir.
Fundi slitið kl.21.40.

Ágústa Ósk

Prenta | Netfang

Fundargerð 3.desember 2013

Foreldrafélag Dvergasteins 3. desember 2013 kl. 16:00.

Mættir: Njörður Sigurjónsson, Bjarni Kristjánsson, Ágústa Einarsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir

Einnig sátu fundinn Elín Mjöll Jónasdóttir, leikskólastjóri, Halldóra Guðmundsdóttir aðstoðarleiskólastjóri og Halldóra Sigtryggsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Þetta er fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar félagsins.

Dagskrá

Kynning

Kosning í embætti

Verkefni

Í byrjun fundar kynntu fulltrúar sig.  Kosið var í embætti

Formaður           Njörður Sigurjónsson

Gjaldkeri             Bjarni Krisjánsson

Ritari                     Ágústa Einarsdóttir

Meðstjórnendur eru Harpa Guðmundsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir og Ingibjörg Snædal.

Rætt var um verkefni félagsins. Farið yfir hvað hefur verið gert í gegnum árin.

Hvaða verkefni séu næst á dagskrá, sem er undirbúningur fyrir jólaball skólans 19. desember n.k..

Ákveðið að fulltrúar skoði hugmyndir að jólagjöf og verði í sambandi um það og hvenær pakkað yrði inn.

Rætt um að fá leiksýningu eftir áramót og var þar hugmynd um Karíus og Baktus eða Pétur og
Úlfinn.

Ákveðið að ræða þessi mál á næsta fundi sem yrði eftir áramót.

Einnig var rædd sameining foreldrafélaga Drafnborgar og Dvergasteins.

Formanni falið að hafa samband við formann Foreldrafélags Drafnarborgar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

Elín Mjöll
Jónasdóttir, ritaði fundinn

Prenta | Netfang

Fundargerð 22. janúar 2014

Fundur foreldrafélags Dvergasteins, miðvikudaginn 22.janúar 2014

Mættir: Ágústa, Njörður, Ingibjörg, Bjarni, Guðmundur, Harpa, Magnús, Doja og Dóra.

Rætt var:

1)
Leiksýningin.
Elín búin að vera í sambandi við Dagnýju Marinós vegna Maxímús Músíkús og niðurstaðan er sú að það verða tvær sýningar, ein á hvorri starfsstöð. Einnig er hún tilbúin að gefa okkur góðan afslátt. Nú þarf bara að finna dagsetningu sem hentar.

2)
Prókúruskiptin loksins gengin í gegn og Bjarni kominn með aðgang að reikningnum.

3)      Sameiginlegur viðburður foreldrafélganna. Hugmynd að hafa sameiginlegan viðburð á vegum foreldrafélganna fyrir foreldra. Njörður ætlar að tala við Tinnu, formann foreldrafélags Drafnaborgar, og athuga hvernig þeim lítist á og hvort þau hafi einhverjar hugmyndir.

4)      Söngbók leikskólans.  Ákveðið hefur verið að gefa út söngbók Drafnarsteins, foreldrar hafa verið að byðja um slíka bók og tímabært að gefa hana út aftur í sameinuðum skóla, en Dvergasteinn gaf út slíka bók fyrir fimm
árum.

5)      Hönnun á lóð. Spurning um að senda póst og þrýsta á skóla- og frístundasvið á að halda áfram með
lóðina.

6)      Fyrir næsta fund.  Guðmundur, Harpa og Ingibjörg ætla að funda með einhverjum úr foreldrafélagi Drafnaborgar vegna vorferðar/sveitaferðar.

7)      Á næsta fundi.  Tiltektardagur í maí.  Vorferð/sveitaferð. Aldurskipting?  Sveita-eða strandferð eða kannski eitthvað allt annað?

Næsti fundur ákveðinn 19.febrúar 2014

Prenta | Netfang