Fundargerð 3.desember 2013

Foreldrafélag Dvergasteins 3. desember 2013 kl. 16:00.

Mættir: Njörður Sigurjónsson, Bjarni Kristjánsson, Ágústa Einarsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir

Einnig sátu fundinn Elín Mjöll Jónasdóttir, leikskólastjóri, Halldóra Guðmundsdóttir aðstoðarleiskólastjóri og Halldóra Sigtryggsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Þetta er fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar félagsins.

Dagskrá

Kynning

Kosning í embætti

Verkefni

Í byrjun fundar kynntu fulltrúar sig.  Kosið var í embætti

Formaður           Njörður Sigurjónsson

Gjaldkeri             Bjarni Krisjánsson

Ritari                     Ágústa Einarsdóttir

Meðstjórnendur eru Harpa Guðmundsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir og Ingibjörg Snædal.

Rætt var um verkefni félagsins. Farið yfir hvað hefur verið gert í gegnum árin.

Hvaða verkefni séu næst á dagskrá, sem er undirbúningur fyrir jólaball skólans 19. desember n.k..

Ákveðið að fulltrúar skoði hugmyndir að jólagjöf og verði í sambandi um það og hvenær pakkað yrði inn.

Rætt um að fá leiksýningu eftir áramót og var þar hugmynd um Karíus og Baktus eða Pétur og
Úlfinn.

Ákveðið að ræða þessi mál á næsta fundi sem yrði eftir áramót.

Einnig var rædd sameining foreldrafélaga Drafnborgar og Dvergasteins.

Formanni falið að hafa samband við formann Foreldrafélags Drafnarborgar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

Elín Mjöll
Jónasdóttir, ritaði fundinn

Prenta | Netfang