Fundargerð 22. janúar 2014

Fundur foreldrafélags Dvergasteins, miðvikudaginn 22.janúar 2014

Mættir: Ágústa, Njörður, Ingibjörg, Bjarni, Guðmundur, Harpa, Magnús, Doja og Dóra.

Rætt var:

1)
Leiksýningin.
Elín búin að vera í sambandi við Dagnýju Marinós vegna Maxímús Músíkús og niðurstaðan er sú að það verða tvær sýningar, ein á hvorri starfsstöð. Einnig er hún tilbúin að gefa okkur góðan afslátt. Nú þarf bara að finna dagsetningu sem hentar.

2)
Prókúruskiptin loksins gengin í gegn og Bjarni kominn með aðgang að reikningnum.

3)      Sameiginlegur viðburður foreldrafélganna. Hugmynd að hafa sameiginlegan viðburð á vegum foreldrafélganna fyrir foreldra. Njörður ætlar að tala við Tinnu, formann foreldrafélags Drafnaborgar, og athuga hvernig þeim lítist á og hvort þau hafi einhverjar hugmyndir.

4)      Söngbók leikskólans.  Ákveðið hefur verið að gefa út söngbók Drafnarsteins, foreldrar hafa verið að byðja um slíka bók og tímabært að gefa hana út aftur í sameinuðum skóla, en Dvergasteinn gaf út slíka bók fyrir fimm
árum.

5)      Hönnun á lóð. Spurning um að senda póst og þrýsta á skóla- og frístundasvið á að halda áfram með
lóðina.

6)      Fyrir næsta fund.  Guðmundur, Harpa og Ingibjörg ætla að funda með einhverjum úr foreldrafélagi Drafnaborgar vegna vorferðar/sveitaferðar.

7)      Á næsta fundi.  Tiltektardagur í maí.  Vorferð/sveitaferð. Aldurskipting?  Sveita-eða strandferð eða kannski eitthvað allt annað?

Næsti fundur ákveðinn 19.febrúar 2014

Prenta | Netfang