Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar foreldrafélags Drafnarsteins haldinn 4.nóvember 2015 kl.20.30, á Slippbarnum.

Mættir: Ágústa Ósk Einars Sandholt, Guðný Marta Aradóttir, Lára Aðalsteinsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Þórunn Björnsdóttir og Elín Mjöll Jónasdóttir leikskólastjóri.

• Kosið í stjórn.
- Formaður – Guðný Marta Aradóttir
- Gjaldkeri – Lára Aðalsteinsdóttir
- Ritari – Ágústa Ósk Einars Sandholt
- Meðstjórnendur - Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Þórunn Björnsdóttir, Gunnar M Pétursson og Guðrún Birna Brynjarsdóttir.
• Elín Mjöll ætlar að senda á okkur plaggið um hlutverk foreldrafélaga í leikskólum.
• Fyrsta verk – jólaböllin (17.og 18.des).
- Elín er búin að redda jólasveinum.
- Foreldrafélagið sér um að kaupa pakka í poka jólasveinsins (um 130stk). Lára og Lilja Nótt fara í þau mál.
- Einnig sjáum við um kaup á mandarínum fyrir börnin og konfekti fyrir starfsfólk. Það verður gert daginn fyrir ball.
- Það kom sú hugmynd að halda jólaballið utan skólans, td í Vesturbæjarskóla, og hafa foreldra með. Elín ætlar að bera þessa hugmynd undir deildarstjóra Drafnarsteins.
• Foreldrafélaginu langar að gera það sem það getur til hjálpa að halda sýrlensku flóttafjölskyldunni hér á landi. Hugmynd kom um að senda út yfirlýsingu frá foreldrafélaginu fyrir hönd foreldrasamfélagsins á Drafnarsteini. Elín ætlar að leyfa okkur að fylgjast með framgangi mála og svo verður tekin ákvörðun hvað við gerum.
• Það er kominn verkefnastjóri yfir verkefninu Vinafjölskyldur, Guðbjört Guðjónsdóttir.
Fundi slitið kl.21.40.

Ágústa Ósk

Prenta |