Fundargerð foreldrafélagsins 9.janúar 2017

Fundur stjórnar foreldrafélags Drafnarsteins
9. janúar 2017, kl. 20:30
Mættir: Lilja Nótt, Lára, Kjartan, Þórunn, Guðrún Birna, Dóra fyrir hönd leikskóland og Guðný Marta sem ritar fundargerð. Þorgeir boðaði forföll.

1. Kosið var í hlutverk:
Guðný Marta verður formaður, Lára gjaldkeri, Kjartan ritari, Lilja, Þórunn, Guðrún Birna og Þorgeir meðstjórnendur.
2. Rætt um fjárhagslega stöðu. Félagið á 144.595. Samþykkt var á aðalfundi að innheimta tvisvar á ári, í febrúar og október. Gjaldið verður kr. 7.000 á ári á hvert barn, 9.000 fyrir systkini. Dóra mun senda nafnalisti í bankann til innheimtu.
3. Rætt um vinafjölskylduverkefni. Fram kom að búið er að þýða textann á nokkur tungumál. Ákveðið að nýta janúar til að koma bæklingi í uppsetningu. Haft verður samband við grafískan hönnuð.
4. Ákveðið að panta leikritið Íslenski fíllinn fyrir leikskólann í janúar. Elín Mjöll mun vera í samskiptum við leikhússtjóra og finna hentugan dag fyrir leiksýninguna. Leikritið kostar 70.000.
5. Myndlistarskólinn er að hefjast fyrir 2012 árganginn. Búið að tryggja fjármögnun.
6. Rætt um að endurvekja facebook síðu leikskólans sem vettvang fyrir foreldra að eiga samskipti um allt og ekkert er viðkemur börnunum og hverfinu. Foreldrafélagið mun ekki halda utan um síðuna en nota hana sem vettvang til að auglýsa viðburði ofl. Guðrún Birna poppar upp síðuna.
7. Næsta verkefni sem þarf að undirbúa er páskaföndrið. Ákveðið að boða til næsta fundar í mars, nánari dagsetning auglýst síðar.
Fundi slitið kl. 22:00

Prenta | Netfang