Drafnarsteinn

graenfani1

Drafnarborg fékk Grænfánann 24.júní 2011      

 pdfHér getið þið lesið greinagerð Drafnarborgar til landverndar frá 2011

Hér getið þið lesið umhverfisskýrslu Drafnarsteins til landverndar  2013

Hér getið þið lesið umhverfisskýslu Drafnarsteins til Landverndar 2015

Í október 2013 var flaggað í fyrsta sinn í Dvergasteini og í annað sinn í Drafnarborg.

Þann 13.október 2015 var flaggað í annað sinn í Dvergasteini og í það þriðja á Drafnarborg. 

Í nóvember 2017 var flaggað í Þriðja sinn í Dvergasteini og fjórða í Drafnarborg. Umhverfisskýrsla_2017.pdf

 Umhverfissáttmáli Drafnarsteins

 1. Flokkun og endurvinnsla
 2. Moltugerð
 3. Minnka orkunotkun
 4. Vekja áhuga á náttúrunni
 5. Efla virðingu fyrir umhverfinu

Markmið

 • Að gera börnin meðvituð um náttúruna og fjölbreytileika hennar.
 • Að börnin læri að elska og virða náttúru og umhverfi og vekja með þeim ábyrgðakennd gagnvart umhverfinu.
 • Að minnka allan úrgang frá leikskólanum og endurvinna allt sem hægt er.
 • Að flokka allt rusl sem möguleiki er á.
 • Að nýta lífrænana úrgang til moltugerðar.
 • Að gera starfsfólk og nemendur meðvitaða um mikilvægi endurvinnslu.
 • Spara rafmagn og vatn.
 • Að minnka notkun þvottaefna og sápu.
 • Hafa eigin matjurtagarð.

Leiðir

 • Allt er endurunnið sem möguleiki er á.  Sérstök áhersla er lögð á flokkun og nýtingu pappírs.
 • Allur úrgangur er flokkaður í endurvinnslutunnur.
 • Matarafgangar eru flokkaðir og það sem nýtanlegt er verður sett í sérstaka tunnu til moltugerðar.
 • Allir eru vakandi og meðvitaðir um að ljós séu ekki kveikt ef þeirra er ekki þörf.  Börnin skiptast á að vera ljósastjórar og bera ábyrgð á að slökkva þau ljós sem ekki þarf að nota.
 • Vatn er ekki látið renna að óþörfu og sápuefni ekki notuð meir en nauðsynlegt er.
 • Farið er í ferðiri og nánasta umhverfi nýtt til að fylgjast með náttúrunni og árstíðarbundnum breytingurm á henni, s.s. í Leynigarðinum og Hólavallakirkjugarði.  Bæði því smáa og stóra.
 • Efld er vitund fyrir umhverfinu og því að við þurfum að ganga vel um svo allar lifandi verur, því þeim getur liðið illa eins og okkur.

Umhverfislagið  (texti: Elín Guðjónsdóttir)

Við erum græn, græn eins og grasið
Í Drafnarsteini, við pössum umhverfið.
Við pössum blómin og gætum að ormum.
Umhverfisvinir það erum við.

 

Í umhverfisnefnd sitja elstu börn skólans, ásamt einum starfsmanni frá hverri deild og foreldri/foreldrum.

 
 

 

Prenta | Netfang