Umhverfisfundur 1.febrúar 2017

Við höfum ákveðið að þennan lokasprett í átthagaþemanu, ætlum við að hafa eina umhverfisnefnd, sem er skipuð öllum elstu börnum skólans og starfsmönnum úr báðum húsum, af öllum deildum.

Fundur haldin á Trölladyngju kl:13:00

-Upprifjun af síðustu fundum.  Hverjir eru á umhverfisfundum, öll börn fædd 2011, Doja, Anna, Erla, Dóra, Lína, Sigurrós og Brynja.  Okkur vantar foreldri í nefndina.

Hugarflug með börnunum.

Hvað gerum við? -syngjum umhverfislagið -erum góð við hvert annað og umhverfið.

Hvað þurfum við að passa á öllum deildum? -Flokkunartunnurnar -Merki, búið er að setja upp merki sem mynnir á að nota ekki mikla sápu - vernda lífríkið í sjónum, spara vatnið. - Slökkva ljósin merki, -spara rafmagnið.

Drafnarsteinn er Grænfánaskóli, umhverfisskóli.  Hvað erum við meira með? Moltutunnu.  Vinnum með átthagafræði, hvað er átthagafræði?

Umræðan fór út í að við erum friðsælt land og höfum ekki stríð.  Donald Trup banni fólki að koma til landsins síns.  

Rætt um mismundandi rusl.

Næsti fundur 8.mars.

Prenta | Netfang

Umhverfisfundur 14. mars 2014

Fundarmenn: Skólahópur, Doja, Erla, Kolbrún, Fríða og Jóda

Rætt var um hvenær við getum týnt ber af trjánum.  Umræða um Sólber og fleiri tegundir sem við getum týnt í Leynigarðinum.

Rætt um Sorpuferð, börnunum fannst mjög gaman að fara.

Fengum hrós hvað við erum dugleg að fara með mat handa Mollu (moltutunnu) og einnig í grænu tunnuna.  Við verðum að muna að setja sag og hræra í moltutunnunni.

Fríða gaf okkur nýrnarbaunir sem við prófuðum að gróðursetja, settum fyrst í vatn

Keypt voru fræ sem við að gróðursettum einnig í lok fundar. Stjúpufræ og basilikkufræ.  -Spennandi að fylgjast með því:)

 

Prenta | Netfang

Umhverfisfundur 28.maí 2014

Umhverfisfundur með skólahóp (2008), Doja, Erla, Anna Kristín, Kolbrún, Fríða og Jóda (foreldri)

 

Farið yfir að í raun sé þetta síðasti fundur hjá þessari umhverfisnefnd.

Börnin íhuga hvað við höfum verið að gera í vetur, í hverju höfum við verið að standa okkur vel?

 • Við erum dugleg að flokka ál, plast og pappír
 • Við erum dugleg í að setja í moltutunnuna Mollu
 • Ferðir í Sorpu

Moltugerð

 • Setjum hýði, skorpur, kaffikork í Mollu
 • Við þurfum að vera dugleg að hræra í Mollu, einu sinni á dag og fylgjast með að bæta við sagi.
 • Við rifjuðum upp þegar við tæmdum Mollu síðasta sumar, að þávar allt orðið að mold.

Minnka orkunotkun

 • Við erum með ljósastjóra, sem passar að ljós séu ekki kveikt að óþörfu

Vekja áhuga á náttúrunni/Efla virðingu

 • Í umhvefisnefnd erum við dugleg að minna á.
 • Úti erum við mjög dugleg að passa umhvefið, trén, blóm, allt í lagi stundum að tína blóm, en ekki þau í beðunum.
 • Við erum dugleg að passa dýrin, ormana í moldinni og flugur.

Vatn

 • Dugleg að spara vatnið
 • dugleg að fá litla sápu
 • ræddum hvað við erum heppin að hafa hreint vatn á Íslandi.

Við skoðuðum svo nýju bókina okkar, "Verum græn"

Skoðuðum svo það sem við gróðursettum síðast, fengum að smakka basilikku.

Síðast bjóðum við svo næsta hóp sem tekur við (börn fædd 2009) velkomin, en þau taka við nefndarstörfunum í haust.  - við fórum með þeim yfir það sem umhverfisnefnd gerir, eins og að fara í Sorpu, setja niður kartöflur og halda umhverfisfundi.

 

 

Prenta | Netfang

Umhvefisfundur 18.janúar 2014

Umhverfisnefnd -allir mættir

Farið yfir hvað við erum að gera og hvernig það hefur gengið.  Umhvefishópur ánægður með allt.  Dagsetningar fyrir fundi vorannar ákveðnir og ákveðið að hafa sameiginlegan fund með umhverfishóp Dvergasteins í júní með nesti og nýja skó.  Ákveðið að fara sem fyst í Sorpu.  Þjónarnir taki mjólkurfernurnar um leið og Mollu.

Næstu fundir:14.bebrúar - 14.mars - 11.apríl - 16. maí.

Prenta | Netfang

 • 1
 • 2