Umhverfisfundur 28.maí 2014

Umhverfisfundur með skólahóp (2008), Doja, Erla, Anna Kristín, Kolbrún, Fríða og Jóda (foreldri)

 

Farið yfir að í raun sé þetta síðasti fundur hjá þessari umhverfisnefnd.

Börnin íhuga hvað við höfum verið að gera í vetur, í hverju höfum við verið að standa okkur vel?

 • Við erum dugleg að flokka ál, plast og pappír
 • Við erum dugleg í að setja í moltutunnuna Mollu
 • Ferðir í Sorpu

Moltugerð

 • Setjum hýði, skorpur, kaffikork í Mollu
 • Við þurfum að vera dugleg að hræra í Mollu, einu sinni á dag og fylgjast með að bæta við sagi.
 • Við rifjuðum upp þegar við tæmdum Mollu síðasta sumar, að þávar allt orðið að mold.

Minnka orkunotkun

 • Við erum með ljósastjóra, sem passar að ljós séu ekki kveikt að óþörfu

Vekja áhuga á náttúrunni/Efla virðingu

 • Í umhvefisnefnd erum við dugleg að minna á.
 • Úti erum við mjög dugleg að passa umhvefið, trén, blóm, allt í lagi stundum að tína blóm, en ekki þau í beðunum.
 • Við erum dugleg að passa dýrin, ormana í moldinni og flugur.

Vatn

 • Dugleg að spara vatnið
 • dugleg að fá litla sápu
 • ræddum hvað við erum heppin að hafa hreint vatn á Íslandi.

Við skoðuðum svo nýju bókina okkar, "Verum græn"

Skoðuðum svo það sem við gróðursettum síðast, fengum að smakka basilikku.

Síðast bjóðum við svo næsta hóp sem tekur við (börn fædd 2009) velkomin, en þau taka við nefndarstörfunum í haust.  - við fórum með þeim yfir það sem umhverfisnefnd gerir, eins og að fara í Sorpu, setja niður kartöflur og halda umhverfisfundi.

 

 

Prenta |