Umhverfisfundur 1.febrúar 2017

Við höfum ákveðið að þennan lokasprett í átthagaþemanu, ætlum við að hafa eina umhverfisnefnd, sem er skipuð öllum elstu börnum skólans og starfsmönnum úr báðum húsum, af öllum deildum.

Fundur haldin á Trölladyngju kl:13:00

-Upprifjun af síðustu fundum. Hverjir eru á umhverfisfundum, öll börn fædd 2011, Doja, Anna, Erla, Dóra, Lína, Sigurrós og Brynja. Okkur vantar foreldri í nefndina.

Hugarflug með börnunum.

Hvað gerum við? -syngjum umhverfislagið -erum góð við hvert annað og umhverfið.

Hvað þurfum við að passa á öllum deildum? -Flokkunartunnurnar -Merki, búið er að setja upp merki sem mynnir á að nota ekki mikla sápu - vernda lífríkið í sjónum, spara vatnið. - Slökkva ljósin merki, -spara rafmagnið.

Drafnarsteinn er Grænfánaskóli, umhverfisskóli. Hvað erum við meira með? Moltutunnu. Vinnum með átthagafræði, hvað er átthagafræði?

Umræðan fór út í að við erum friðsælt land og höfum ekki stríð. Donald Trup banni fólki að koma til landsins síns.

Rætt um mismundandi rusl.

Næsti fundur 8.mars.

Prenta | Netfang

Umhverfisfundur 02.03.2015

Moltutunna kynnt.  Það verða tvær moltutunnur úti á bakvið ruslatunnurnar.  Þá er hægt að nota þær til skiptis og leyft annari að hvóla sig á meðan.  Börnin spurð hvað má setja í moltu.  Þau virðast nokkuð meðvituð um hvað lífrænn úrgangur er :)

Græna tunnan - hvað má fara í hana?  Umræður

Búa til grænt horn eða umhverfisvegg inná hverri deild.

Umhvefislagið sungið!

Fundi slitið.

Ritari: Anna Kolfinna

Fundarstjóri: Doja

Prenta | Netfang

Umhverfisfundur 30.06.2015

Matsfundur

Dagskrá:  

1.Hvað erum við búin að gera í vetur?

2.Hvernig gekk okkur í því?

3.Bjóða ný börn velkomin í umhverfisnefnd.

1. Við flokkum ál, dósir, plast og pappír.  Við berum virðinu fyrir öllum lífverum jarðarinnar.  Við virðum náttúruna og umhverfið.  Við höfum æft okkur mikið í að nýta blöðin þegar við erum að teikna.  Við fengum moltutunnu!!  Við pössum okkur að nota ekki rafmagn sem við þurfum ekki, t.d. slökkva ljósin, taka tæki úr sambandi.

2. Þurfum að æfa okkur í að nýta blöðin enn betur þegar við erum að teikna.  Við þurfum að passa okkur á því að muna að skrúfa fyrir kranan þegar við erum búin að þvo okkur.  Annað gekk mjög vel.

3. Árgangur 2010 boðinn inn á fundinn, þau taka við í haust.  Skólahópur segir þeim hvað er gert á svona fundum.

Umhvefislagið sungið.

Á funinum eru allir í umhverfisnefnd.

Ritari: Anna Kolfinna

Fundarstjórn: Doja

Prenta | Netfang

Umhverfisfundur 30. maí 2014

Rætt var um:  

Umhverfissáttmálann, mat á vetrinum, hvað við gerðum.

Flokkun og endurvinnsla, hvernig hefur gengið? Börnin voru sammála um að það hafi gengið mjög vel og við fullorðna fólkið erum sammála.

Moltugerð, við erum viss um það að það gengi vel ef við hefðum tunnuna.  Hvenær ætli hún komi?

Hanna ætlar að vera dugleg ásamt börnunum í nefndinni í að vera í umhverfiseftirliti þó þau erði ekki hér næsta vetur.  

Minnka orkunotkun, hvernig?  Þau vita að til dæmis rafmagn sé orka, og hana þurfi að spara og gekk vel.  Það gekk vel að spara rafmagn góð samvinna milli allra.  

Bera virðingu fyrir umhverfinu.  Hvað er það?  Þau eru meðvituð um hvað er rusl í umhverfinu.  Passa blómin, ormana og allt sem nátturan gefur okkur.  

Vatnið hvernig gengur það?  Hvernig spörum við það?  Vera fljótur að þvo sér t.d um hendur.  

Doja er mjög ánægð með veturinn.  Stjúpuræktunin gengur sæmilega, við vonumst til að við getum sett blómin niður fyrir sumarið.  

Við buðum svo 2009 hópnum til okkar á fundinn og sögðum þeim frá stafi okkar og afhentum þeim umhverfisnefndartitilinn.

Prenta | Netfang

  • 1
  • 2