Umhverfisfundur 23.september

Fyrsti fundur á nýju skólaári.

Á fundinum voru:

Doja (verkefnisstjóri) -Lilla ((Álfheimar) -Ásdís (eldhús) -Hanna (Trölladyngja) -Þórunn (foreldri)  -Hulda (Hulduhólar) -Þórunn frá Ljúflingsholti, fjarverandi.  Öll börn fædd 2008 (skólahópur)

Börnin ræða hvað þau gera inni á deildum og af hverju.

Hvað gera þau:

  • láta vatnið ekki renna
  • ekki sturta oft niður
  • passa að slökkva ljós
  • endurvinna pappír

Af hverju:

  • við viljum eiga hreina vatnið, við viljum drekka það.
  • ekki alstaðar í heiminum hreint drykkjavatn
  • enurvinnum pappír til að passa trén

Börnunum gengur vel að flokka í samstarfi við Ásdísi.  Þetta er í umsjón umjónarmanns á Trölladyngju.

Hugmynd: Að börnin á Trölladyngju sýni börnunum á Álfheimum og Hulduhólum "Græna hornið"

Við fáum bráðum moltutunnu!

Bráðum kemur Gerður (Landvernd) í heimsókn að meta hvort við súm tilbúin að fá Grænfánann.

Við ræddum hvað verður um það sem við endurvinnum.

Plast: Flíspeysur

Pappír: Meiri pappír, t.d. klósettpappír.

Ál: Meira ál, ný eldhúsáhöld.

Umhvefisnefnd ákvað að hittanst einu sinni í mánuði. 

Prenta | Netfang