Mættir eru: Doja, Lilla, Hanna, Þórunn, Sammi, Ásdís -12 börn úr skólahóp
Þórunn, foreldri fjarverandi.
Hver er staðan?
Allir sammála um að vel gengur að flokka rusl og fara eð í Sorpu. Við erum dugleg að taka til ruslið sem fýkur inn í garðinn okkar og setja í tunnurnar (í síðustu viku fylltum við þrjá ruslapoka af drasli úr garðinum!).
Við erum á réttri leið og allir hafa umhvefið á bakvið eyrað þegar við hendum rusli. Börnin eru mjög meðvituð um að lita báðum megin á blöð. Niðurstaða: Gengur vel.
Getum við bætt okkur?
Við eum enn að bíða eftir moltutunnu! Börnin var sagt frá því og þau eru mjög spennt að fá slíkt undratæki.
Næst á dagskrá:
Við ræddum um að fá Stjúpufræ hjá Ásdísi og sá þeim hér í Dvergasteini í janúar. Það fannst öllum góð hugmynd. Ásdís ætlar að vera "yfirstjúpa" og hjálpa okkur með þetta verkefni :)
Ákváðum fundi frá á sumar, þeir verða sem hér segir: fimmtudaginn 13.febrúar, fimmtudagurinn 13.mars, fimmtudagurinn 10 apríl og loks 15.maí. Í júní ætlum við að halda sameiginlegan umhvefisfund með umhverfisnefnd Drafnarborgar í Leynigarðinum.
Næsti fundur verður fimmtudaginn 13. febrúar kl:9:00