Umhverfisfundur 13. febrúar 2014

Mættir: Doja, Hanna, Lilla, Sammi, Þórunn, Ásdís og 9 börn úr skólahóp.

fjarverandi: Þórunn foreldri og nokkur börn.

Hver er staðan?

Við erum byrjuð að rækta stjúpur og kímblöðin eru byrjuð að gægjast upp úr moldinni.  Trölladyngjubörnin skiptast á að koma inn í listaskóla með Ásdísi og vökva stjúpurnar.  Við kíktum á stjúpurnar og sáum að þær sem eru í boxi með plastloki eru komnar lengra en þær í boxi með plastpoka.

Doja ræddi við Elínu Mjöll leikskólastjóra í gær um hvort eitthvað væri að frétta af moltutunnunni og Elín sendi tölvupóst með fyrirspurn frá umhverfisnefnd til  borgarinnar.  Vonandi fer tunnan að koma í hús :)

Trölladyngjubörn eru mjög dugleg að minna hvort annað á að slökkva ljós og skrúfa fyrir vatn. 

Við ræddum frétt sem einn nemandi kom með um veg sem á að leggja í hrauni.  Um fréttina spunnust miklar og flottar umræður og börnin höfðu miklar skoðanir.

Við töluðum um hvort börnin væru dugleg að flokka heima hjá sér og niðurstaðan var góð.

Börnin á Trölladyngju fóru í Sorpu um daginn að ná sér í greinar til að nýta í malpoka eins og strákurinn í Búkollu átti.

Börnin á Álfheimum eru dugleg að flokka og fara í Sorpu og sömuleiðis börnin á Hulduhólum.  Sorpa opnar á óheppilegum tíma fyrir Ljúflingsholt en þau reyna að fara eins oft og þau geta.

Getum við bættt okkur?

Við töluðum um að nú er sólin farin að hækka á lofti og þá þurfa ljósin síður að vera kveikt.  Við ætlum að vera dugleg að muna eftir ljósunum í salnum og í fataklefa.

Næst á dagskrá:

Halda áfram að hlúa að Stjúpunum.  Halda áfram að láta allt ganga svona vel. 

Næsti fundur 13.mars kl:9:00

 

 

Prenta | Netfang