Umhverfisfundur 30. maí 2014

Rætt var um:  

Umhverfissáttmálann, mat á vetrinum, hvað við gerðum.

Flokkun og endurvinnsla, hvernig hefur gengið? Börnin voru sammála um að það hafi gengið mjög vel og við fullorðna fólkið erum sammála.

Moltugerð, við erum viss um það að það gengi vel ef við hefðum tunnuna.  Hvenær ætli hún komi?

Hanna ætlar að vera dugleg ásamt börnunum í nefndinni í að vera í umhverfiseftirliti þó þau erði ekki hér næsta vetur.  

Minnka orkunotkun, hvernig?  Þau vita að til dæmis rafmagn sé orka, og hana þurfi að spara og gekk vel.  Það gekk vel að spara rafmagn góð samvinna milli allra.  

Bera virðingu fyrir umhverfinu.  Hvað er það?  Þau eru meðvituð um hvað er rusl í umhverfinu.  Passa blómin, ormana og allt sem nátturan gefur okkur.  

Vatnið hvernig gengur það?  Hvernig spörum við það?  Vera fljótur að þvo sér t.d um hendur.  

Doja er mjög ánægð með veturinn.  Stjúpuræktunin gengur sæmilega, við vonumst til að við getum sett blómin niður fyrir sumarið.  

Við buðum svo 2009 hópnum til okkar á fundinn og sögðum þeim frá stafi okkar og afhentum þeim umhverfisnefndartitilinn.

Prenta |