Umhverfisfundur 20.mars 2014

Mættir: Skólahópur, Hanna, Sammi, Lilla, Doja, Ásdís, Þórunn (foreldri) og Þórunn (ritari)

Hvernig gengur?

 • Gengur vel með ljósastjórann
 • Gengur vel með vatnið
 • Gengur vel með vatnið
 • Gengur mjög vel með endurvinnslu, komin ný tunna fyrir mjólkurfernur.  Börnin eru alveg með á hreinu hvað við erum að endurvinna.  Þau eru mjög vakandi fyrir því þegar vatn rennur eða ljós eru kveikt af óþörfu.

Ásdís sýndi okkur stjúpuræktunina.  Það er svolítil breyting síðan við kíktum síðast en samt enn bara kímblöð, engar stjúpur farnar að kíkja upp.  Ásdís ætlar að gefa blómunum næringu og athuga hvort það hjálpar.

Börnin sögðu okkur hvort það væru bláar, grænar og / eða svartar tunnur heima hjá þeim.

 

Takk fyrir í dag.

Prenta | Netfang

Umhverfisfundur 15.janúar 2014

 

Mættir eru: Doja, Lilla, Hanna, Þórunn, Sammi, Ásdís -12 börn úr skólahóp

Þórunn, foreldri fjarverandi. 

Hver er staðan?

Allir sammála um að vel gengur að flokka rusl og fara  eð í Sorpu.  Við erum dugleg að taka til ruslið sem fýkur inn í garðinn okkar og setja í tunnurnar (í síðustu viku fylltum við þrjá ruslapoka af drasli úr garðinum!).

Við erum á réttri leið og allir hafa umhvefið á bakvið eyrað þegar við hendum rusli.  Börnin eru mjög meðvituð um að lita báðum megin á blöð.  Niðurstaða:  Gengur vel.

Getum við bætt okkur?

Við eum enn að bíða eftir moltutunnu!  Börnin var sagt frá því og þau eru mjög spennt að fá slíkt undratæki.

Næst á dagskrá:

Við ræddum um að fá Stjúpufræ hjá Ásdísi og sá þeim hér í Dvergasteini í janúar.  Það fannst öllum góð hugmynd.  Ásdís ætlar að vera "yfirstjúpa" og hjálpa okkur með þetta verkefni :)

Ákváðum fundi frá á sumar, þeir verða sem hér segir: fimmtudaginn 13.febrúar, fimmtudagurinn 13.mars, fimmtudagurinn 10 apríl og loks 15.maí.  Í júní ætlum við að halda sameiginlegan umhvefisfund með umhverfisnefnd Drafnarborgar í Leynigarðinum.

Næsti fundur verður fimmtudaginn 13. febrúar kl:9:00

Prenta | Netfang

Umhverfisfundur 13. febrúar 2014

Mættir: Doja, Hanna, Lilla, Sammi, Þórunn, Ásdís og 9 börn úr skólahóp.

fjarverandi: Þórunn foreldri og nokkur börn.

Hver er staðan?

Við erum byrjuð að rækta stjúpur og kímblöðin eru byrjuð að gægjast upp úr moldinni.  Trölladyngjubörnin skiptast á að koma inn í listaskóla með Ásdísi og vökva stjúpurnar.  Við kíktum á stjúpurnar og sáum að þær sem eru í boxi með plastloki eru komnar lengra en þær í boxi með plastpoka.

Doja ræddi við Elínu Mjöll leikskólastjóra í gær um hvort eitthvað væri að frétta af moltutunnunni og Elín sendi tölvupóst með fyrirspurn frá umhverfisnefnd til  borgarinnar.  Vonandi fer tunnan að koma í hús :)

Trölladyngjubörn eru mjög dugleg að minna hvort annað á að slökkva ljós og skrúfa fyrir vatn. 

Við ræddum frétt sem einn nemandi kom með um veg sem á að leggja í hrauni.  Um fréttina spunnust miklar og flottar umræður og börnin höfðu miklar skoðanir.

Við töluðum um hvort börnin væru dugleg að flokka heima hjá sér og niðurstaðan var góð.

Börnin á Trölladyngju fóru í Sorpu um daginn að ná sér í greinar til að nýta í malpoka eins og strákurinn í Búkollu átti.

Börnin á Álfheimum eru dugleg að flokka og fara í Sorpu og sömuleiðis börnin á Hulduhólum.  Sorpa opnar á óheppilegum tíma fyrir Ljúflingsholt en þau reyna að fara eins oft og þau geta.

Getum við bættt okkur?

Við töluðum um að nú er sólin farin að hækka á lofti og þá þurfa ljósin síður að vera kveikt.  Við ætlum að vera dugleg að muna eftir ljósunum í salnum og í fataklefa.

Næst á dagskrá:

Halda áfram að hlúa að Stjúpunum.  Halda áfram að láta allt ganga svona vel. 

Næsti fundur 13.mars kl:9:00

 

 

Prenta | Netfang

Umhverfisfundur 23.september

Fyrsti fundur á nýju skólaári.

Á fundinum voru:

Doja (verkefnisstjóri) -Lilla ((Álfheimar) -Ásdís (eldhús) -Hanna (Trölladyngja) -Þórunn (foreldri)  -Hulda (Hulduhólar) -Þórunn frá Ljúflingsholti, fjarverandi.  Öll börn fædd 2008 (skólahópur)

Börnin ræða hvað þau gera inni á deildum og af hverju.

Hvað gera þau:

 • láta vatnið ekki renna
 • ekki sturta oft niður
 • passa að slökkva ljós
 • endurvinna pappír

Af hverju:

 • við viljum eiga hreina vatnið, við viljum drekka það.
 • ekki alstaðar í heiminum hreint drykkjavatn
 • enurvinnum pappír til að passa trén

Börnunum gengur vel að flokka í samstarfi við Ásdísi.  Þetta er í umsjón umjónarmanns á Trölladyngju.

Hugmynd: Að börnin á Trölladyngju sýni börnunum á Álfheimum og Hulduhólum "Græna hornið"

Við fáum bráðum moltutunnu!

Bráðum kemur Gerður (Landvernd) í heimsókn að meta hvort við súm tilbúin að fá Grænfánann.

Við ræddum hvað verður um það sem við endurvinnum.

Plast: Flíspeysur

Pappír: Meiri pappír, t.d. klósettpappír.

Ál: Meira ál, ný eldhúsáhöld.

Umhvefisnefnd ákvað að hittanst einu sinni í mánuði. 

Prenta | Netfang

 • 1
 • 2