Leikskólinn Drafnarborg

 


Drafnarborg 1963

Leikskólinn Drafnarborg tók til starfa 13. október 1950 og er fyrsti  leikskólinn sem opnaður er í húsnæði, sem byggt er sérstaklega sem leikskóli.

Arkitekt hússins var Þór Sandholt og rekstraraðili í upphafi var Barnavinafélagið Sumargjöf eða til 1987 þegar Reykjavíkurborg tók við.

Drafnarborg var í byrjun þriggja deilda leikskóli með börnum í hálfsdagsvistun.  Árið 1995 var byggt við húsið og það endurskipulagt. Fyrirkomulagi breytt og leikskólinn eftir það tveggja deilda með börnum í blandaðri vistun.

 Fyrsta forstöðukonan (leikskólastjóri) var Bryndís Zoëga og gegndi hún því starfi til 1991 eða í 41 ár.  Bryndís var fyrst íslendinga til að nema leikskólakennarafræði en hún útskrifaðist frá Fröbel Höjskole í Kaupmannahöfn
árið 1939.

 

 Sameining


drafnarborg

 

 Árið 2011 voru leikskólarnir Drafnarborg og Dvergasteinn sameinaðir í einn rekstur og undir eina stjórn.  Leikskólinn er því sex deilda í þremur húsum.

 

 

Prenta | Netfang