Fréttabréf Hlíðar
English below
Loksins kom haustið með sinni rútínu og hreyfingum. Fuglarnir flugu suður og laufin falla af trjánum. Elín Mjöll hætti hjá okkur á Drafnarsteini og Doja tók við af henni. Svo kom hann Sverrir líka sem er nýi aðstoðarleikskólastjóri til okkar frá Hafnarfirði.
Mikilvægasta hreyfingin fyrir okkur á Hlíð var að hún Ásta bættist í hópinn okkar. Hún er alveg frábær. Guðný tók við af Erlu sem deildarstjóri og Anna Kolfinna er enn þá hjá okkur sem betur fer af því að hún er algjör stjarna. Brynhildur leysir Guðnýju svo af á fimmtudögum í vetur, það er svo notalegt að fá hana stundum yfir í smá knús.
Svo auðvitað eru það allir nýju vinir okkar sem mættu hver á fæti öðrum inn á Hlíð, þetta er frábær hópur og það á eftir að vera svo skemmtilegt hjá okkur í vetur. Á Hlíð verða 13 börn og 3 kennarar.
Í ágúst héldum við upp á 20 ára afmæli Dvergasteins með pulsupartýi, tilheyrandi gleði og hamingju, í leiðinni kvöddum við og þökkuðum Elínu Mjöll fyrir allan þennan góða tíma.
Svo tók við aðlögun hjá okkur á Hlíð sem gekk alveg ótrúlega vel, allir tilbúnir að koma í leikskólann og hafa gaman. Dagur læsis var haldinn hátíðlegur þar sem að við lásum saman úti á túni um hana Búkollu. Dagur íslenskrar náttúru fylgdi á eftir og við fögnuðum honum útí garði. Svo er alltaf skemmtilegt þegar við fáum vini okkar frá Dvergasteini yfir í vinakakó, þá er sungið saman í sandkassanum og drukkið heitt kakó, það er alltaf svo notalegt að fá heitt kakó svona í útiverunni.
Við fengum frábæra byrjun af hausti veðrið var yndislegt en núna virðist vera að þyngjast aðeins hjá okkur og þá er gott að minnast á það að allir þurfa að vera með nóg af hlýjum fötum, húfum og vettlinga svo þeim verði ekki kalt í útiverunni, við förum út á hverjum degi og erum úti í klukkutíma. Það er gott að passa að merkja öll föt barnanna sérstaklega útifötin.
Þá er það bara að skella sér út og leika sér með litskrúðug laufblöðin í garðinum.
Bestu kveðjur,
Guðný, Anna Kolfinna, Ásta og Brynhildur.
Finally the Autumn came with its routine and movements. The birds flew south and the leaves are falling from the trees. Elin Mjöll quit Drafnarsteinn but Doja took her place. Sverrir came in as an assistant playschool head teacher. But the most important movement for us in Hlíð was that Ásta started, she is amazing. Guðný took Erla´s place as a main teacher and Anna Kolfinna is still with us luckily because she is a star. Brynhildur will fill in for Guðný on Thursdays this winter, that is good because she gives the best cuddle. Then of course all our new friends started to arrive one by one. The intergration went very well, all the children ready for playschool and we will have loads of fun in Hlíð this winter. The group is with 13 children and 3 teachers.
In August we celebrated the 20th years birthday of Dvergasteinn with barbecue, joy and happiness, we used the opportunity to say good bye and thanked Elin Mjöll for the good times. We celebrated the Day of reading by reading outside in our tiny field about Búkolla. The day of Icelandic Nature followed and we celebrated that day in our garden. Also we had vinakakó which is so much fun, we get our friends over from Dvergasteinn for hot chocolate and sing in the sandbox together, that is always super cosy. The beginning of the autumn was so nice we had such a lovely weather but now it looks like it is getting colder so it is good to remind everybody on the warm clothes, hats and gloves so nobody will be cold outside playing, we go outside everyday and play for about an hour. It is very important to label all of the children´s clothes especially the outdoor clothes.
So lets go outside and play in the colourful leaves in the garden.
Best regards,
Guðný, Anna Kolfinna & Ásta