Leikskólinn Dvergasteinn

Leikskólinn Dvergasteinn tók til starfa haustið 1998 sem tveggja deilda leikskóli. Haustið 2002 var leikskólinn stækkaður um eina deild sem tengd er saman við hinar með millibyggingu. Haustið 2011 var húsi bætt við lóðina sem fjórðu deildinni.

Hönnuður leikskólans er Albina Thordarson, arkitekt.

 

Sameining

Árið 2011 voru leikskólarnir Drafnarborg og Dvergasteinn sameinaðir í einn rekstur og undir eina stjórn.  Leikskólinn er því sex deilda í þremur húsum.  Haustið 2019 voru húsin svo aldursskipt, þannig að í Drafnarborg er 1-3 ára börn og í Dvergasteini 3-6 ára börn.

Vorið 2007 fékk leikskólinn Hvatningarverðlaun Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar.

 
2_small 3_small 4_small 5_small

Prenta | Netfang