Þann 3. nóvember héldum við starfsdag. Hulda og Dóra deildastjórar eldri deilda voru með yfirlit af fundi sem þær sátu um flóttafólk og hvernig við ættum að vinna með þau. Erum með tvö ný börn frá Írak á eldri deildunum og gengur vel með þau.
Góð vinna varðandi þjóðsöguna okkar, sem er tekin fyrir eftir jól og fram á vor ár hvert. Að þessu sinni tökum við Dimmalimm. Ákveðið var að taka létta sögu núna í ljósi margra erlendra starfsmanna. Í þjóðsöguvinnunni, er lögð áhersla á að læra ný orð, vinna myndir og skapa út frá sögunni. Í fyrra var haldin flott sýning í lokin á Borgarbókasafninu.
Börnin okkar eru öll orðin vön, þó að einhver veikindi hafi tafið örlítið fyrir. Rólegt og huggulegt er hjá okkur lang oftast.
Á degi íslenskrar tungu fór allur leikskólinn niður á Borgarbókasafn og söng í tilefni af degi íslenskrar tungu. Yngstu deildarnar Ljúflingsholt og hlíð fóru ekki nema þeir sem fóru í fylgd með foreldrum. Tóks mjög vel til en börnin tóku meðal annars „ Ég nenni“ eftir Teit Magnússon en textan gerði Benidikt Gröndal.
Mikill kuldi og rok hefur hrjáð okkur í nóvember og höfum við farið minna út en við erum vön. Klaki liggur yfir garðinn okkar og núna í desember verður ennþá dimmt í útiverutímanum okkar. Við munum nýta inni tímann í mikið föndur. Við höfum leirað og málað mikið. Jana hefur aftur tekið upp tónlistarkönnunarleikinn og eru börnin mjög áhugasöm.
Mótun menntastefnu borgarinnar var tekin fyrir á starfmannafundi í nóvember og þökkum við foreldrum fyrir að hafa komið til móts við okkur og sótt börnin fyrir kl:16:00. Mikil og góð vinna átti sér stað.
Leikhús í tösku kom til okkar þann 30.nóv með Grýlu og jólasveinana. Ljúflingarnir okkar sátu aftast og voru mjög áhugasöm og horfðu stíft á Þórdísi Arnljóts leikkonu bregða sér í ýmis gervi.
Atli er orðinn fastur starfsmaður hjá okkur í Ljúflingsholti en hann vinnur til kl 13:30. Þá erum við orðin fullmönnuð. Endilega kíkið á myndirnar á heimasíðunni.
Brynja