Ýmislegt var brallað í desember. Endalaust jólaföndrað og sungið. Atli okkar spilar mikið á gítar í samveru og njótum við þess að fá undirspil.
Í lok nóvember fengum við Grýlu og Jólasveinana í heimsókn með leikhúsi í tösku sem Þórdís Arnljóts leikkonu. Allir sátu dolfallnir og alls engin fór að gráta, en hún brá sér í gervi Grýlu sem var ljót og pínu hræðileg
Aðventustundir voru haldnar vikulega og fengum við þá fréttir af jólasveinunum og sungum saman jólalög í salnum með stóru krökkunum. Ánægjulegt var hversu margir sáu sér fært um að koma í foreldrakaffið, gaman fyrir foreldra ,börn og starfsfólk að hittast.
Jólaballið var 20.desember og þá komu flestir í jólafínir og dönsuðum í kringum jólatréð í salnum. Jólasveinninn kom og gaf okkur mandarínur. Börnin nutu sín vel og störðu á þennan stóra háværa jólasvein. Fengum svo hangkjöt og meðlæti sem var því miður ekkert vinsælt, einstaka barni fannst það gott. Allir fengu þó ís í eftirmat
Við verðum á Hulduhólum milli jóla og nýárs fyrir þá sem ætla koma. Við verðum eitthvað færri og lokum því Ljúflingsholti.
Innilegar þakkir fyrir haustið og allar stundirnar saman á árinu
Gleðileg Jól og gott nýtt ár 2018
kærleikskveðja
Brynja, Atli, Jana, Sindri og Þóra