Marsmánuður hefur liðið hratt hjá okkur í Ljúflingsholti. Veðrið skánar með hverjum deginum okkur til mikillar ánægju. Nú förum við nánast undantekningarlaust tvisvar í útiveru á dag. Gott að hafa pollagallan og hlý föt undir alltaf með í leikskólan.
Atli hefur setið umhverfisfundi með elstu börnum leikskólans og fræðir Ljúflingana okkar. Höfum rætt endurvinnsluruslið okkar og förum með það út í stóru tunnuna í garðinum. Einnig sækjum við endurvinnslurusl í eldhúsið í þessari viku en deildarnar skiptast á að gera það.
Við höfum unnið verkefni tengt Dimmalimm og 10 elstu börnin fóru í gönguferð í Leynigarðinn og hittu Hlíð af Drafnarborg. Þar sagði Erla, deildastjóri Hlíðar okkur söguna um Dimmalimm og hengdum upp stóra svanin í trén, sem við höfðum föndrað. Endilega kíkið ef þið eigið leið hjá, annars tókum við fullt af flottum myndum sem við munum meðal annars sína í Borgarbókasafninu á barnamenningarhátíð. Börnin hafa líka verið að mála páskamyndir sem þið fáið heim fyrir páska.
Kær kveðja starfsfólk Ljúflingsholts