Aprílfréttir úr Ljúflingsholti
Barnamenningarhátíð setti svip á aprílmánuð. Settum upp sýningu á verkum barnanna um Dimmalimm. Virklega vel heppnað og fallegt. Erum enn að vinna með Dimmalimm en ævintýrið verður ekki kvatt fyrr en seinna í maí, en þá verður ykkur boðið í opið hús.
Hálfur skipulagsdagur var haldin þann 6.apríl en þá var tekið til henndinni í öllu húsinu og tekið til hátt og lágt.
Dagur jarðar var fagnað hjá öllum leikskólanum með allsherjar göngutúr í Leynigarðinn. Þar sungum við öll saman með Drafnarborg. Gott var veður og öll voru þau dugleg að labba saman með vinahendi þó að þau yngstu fengu kerrusæti.
Við höfum einnig reynt að fagna vorinu með gróðursetningu bæði Basilikku og Karsa. Fylgjumst með vexti og vökvum. Við erum líka með myntu sem börnin hafa fengið að smakka.
Smá mannabreytingar hafa verið Ljúflingsholti hjá okkur. Brynhildur fór aftur í gamla starfið sitt sem flakkari og Magnús Nói kom í hennar stað(9-17). Atli hefur lokið ritgerðarskrifum og er 8-16 alla daga. Álfdís hefur einnig verið eitthvað hjá okkur en hún er líka flakkari.
Mynnum á sveitaferðina 11.maí en nokkrir ætla koma á bíl og langflestir í með foreldrum. Grillaðar verða pylsur og grænmetispylsur og lagt af stað heim kl 12.
Brynja
Deildastjóri Ljúflingsholts