Komið þið sæl.
September hefur einkennst af aðlögun nýrra barna, og eru fimmtán ný börn byrjuð á deildinni. Sautján börn eru á deildinni í heild, ellefu stúlkur og sex strákar.
Aðlögunin hefur gengið ljómandi vel og eru allir farnir að mæta á morgnanna með bros á vör!
Við erum byrjuð í hópastarfi, og erum farin að starfa eftir dagsskipulagi. Hóparnir heita Gulur, Rauður og Grænn. Fyrsta verkefni okkar í listaskálanum var „Haustlaufblöð“ þar sem við týndum laufblöðin úti og máluðum svo og gerðum þrykkmyndir, þær hanga til sýnis í fataklefanum okkar.
Könnunarleikur, lestur, tónlistarstund, samverustundir og frjáls leikur er í boði hvern einasta dag og börnin eru orðin einstaklega dugleg að syngja, klappa og dansa!
Síðasta föstudag í mánuðinum er vinakakó í Drafnarborg, að þessu sinni fóru fjögur börn frá Ljúflingsholti í heimsókn og drukku kakó í garðinum. Göngutúrinn gekk virkilega vel og börnin skemmtu sér konunglega.
Kveðja
Erla, Deildastjóri Ljúflingsholts
Helena, Thelma, Jana og Álfdís