Komið þið sæl.
Í október höfum við gert marga ótrúlega skemmtilega hluti á Ljúflingsholti!
Börnin hafa verið að læra um haustið, líkamann og liti í september og við höfum haldið áfram, með verkefni sem tengjast þessum flokkum, þennan mánuðinn. Til dæmis með því að syngja lög um haustið, krumma og „höfuð, herðar, hné og tær“.
Í listaskála byrjuðum við á því að búa til vatnslitamyndir með svömpum, af rigningunni og líma ský á (hvít ull). Næst bjuggum við til fánahendur, og þótti sumum skrítið að láta mála svona í lófana á sér, þær má sjá á í fataklefanum. Við erum strax byrjuð á næsta verkefni og það er líka margt á döfinni fyrir næstu mánuði.
Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands hjálpuðust öll börnin að við að búa til RISA íslenskan fána úr mismunandi efnum sem prýðir nú gluggann okkar og Græni hópur fór í heimsókn á Drafnarborg til þess að búa til annan ennþá stærri fána ásamt börnunum á Hlíð. Þau fengu að nota bæði hendur og fætur til þessa verks og fáninn verður til skrauts á Drafnarborg.
Könnunarleikur, lestur, tónlistarstund, samverustundir og frjáls leikur eru að sjálfsögðu mikill hluti af starfinu á Ljúflingsholti og við leikum okkur, og lærum í leiðinni, á hverjum degi!
Takk fyrir frábæran október.
Kveðja
Starfsfólk Ljúflingsholts