Í janúar byrjuðum við loksins að fara almennilega út eftir myrkrið í desember.
Við héldum þorrablót þann 20. janúar en þá héldum við líka pabba og afa kaffi um morguninn. Þar buðum við upp á hafragraut og slátur með. Svo borðuðum við þorramatinn í hádeginu í salnum. Börnin voru dugleg að smakka þorramatinn en við höfðum búið til þorra“korónur“ í tilefni dagsins.
Síðar í mánuðinum fóru 2014 börnin okkar á Hulduhóla í sögustund en þá var farið yfir þjóðsöguna Velvakandi og bræður hans. Umræðan hefur aðallega snúist um Velvakanda og bræður hans fjóra, konuna sem gaf þeim nafn með rentu fyrir drykkinn sem þeir gáfu henni og svo prinsessurnar sem bræðurnir björguðu. Smátt og smátt ræðum við söguna dýpra en nú þegar börnin hafa málað mynd af bræðrunum og prinsessunum.
Vinakakóið var á sínum stað, á síðasta föstudegi mánaðarins, en þá drekkum við kakó og syngjum saman í garðinum á Drafnarborg.
Haldinn var umhverfisfundur með eldri börnum Drafnarsteins sem mynda umhverfisnefndina, en við tileinkum okkur strax ýmislegt í Ljúflingsholti varðandi umhverfisstefnu skólans. Við lögðum áherslu á „við erum græn“ lagið okkar, og á föstudögum fær einn ljúflingur að fylgja starfsmanni með flokkunartunnuna okkar og fræðast örlítið með því.
Við erum græn, græn eins og grasið.
Á Drafnarsteini, við pössum umhverfið.
Við pössum blómin og gætum að ormum.
Umhverfisvinir, það erum við.
Starfsfólk Ljúflingsholts,
Brynja, Heba, Lisa, Maggi og Sigga.