Við á Hulduhólum höfum brallað eitt og annað í maí.
Við erum byrjuð á ýmsum skemmtilegum listaverkum tengdum vorinu í listaskála. Endurvinnslan skiptar enn stórann sess í umhverfismennt hjá okkur sem og að huga að náttúrinni eftir vetrarblund. Í hópastarfi, sem hluta af umhverfismennt, höfum við gróðursett ýmiss fræ og fylgst með sprettunni með miklum áhuga.
Að sjálfsögðu fá spírurnar okkar góða aðhlynningu og minna börnin okkur á að vökva þau og huga að þeim. Ætlum við að halda áfram að prófa okkur áfram með að gróðursetja hin ýmsu fræ.
Börnin hafa æft af miklum móð vorlögin og munum við bæta við sumarlögum bráðum. Þann 11. maí fór allur leikskólinn í frábæra sveitaferð á Bjarteyjarsand eins og flestir muna eftir. Þessi ferð lukkaðist afar vel þrátt fyrir blautviðrið.
Afmælisbarn okkar í maí er hún Hekla Rós sem varð 3 ára. Til hamingju Hekla!
Lísa okkar kvaddi Dvergastein um miðjan mánuðinn til að halda á vit nýrra ævintýra.
Þjóðsaga vetrarins, Dimmalimm, var kvödd og öll listaverkefni tengd þjóðsögunni send heim með börnunum. Þann 23. maí var vel heppnað foreldra- og systkinakaffi þar sem börnin sýna sínum nánustu verk sín eftir veturinn.
Síðasta föstudag í mánuðnum var vinakakó á sínum stað.
Við viljum minna foreldra á að með hækkandi sól að huga að sólarvörn.