Allir komu glaðir í leikskólann eftir gott páskafrí. Við héldum áfram vinnunni með söguna um Dimmalimm. Elstu krakkarnir fóru í gönguferð út fyrir skólalóðina og settu sig í spor Dimmalimm sem fór einnig í gönguferð út fyrir hallargarðinn. Þau tóku ljósmyndir af því sem þeim fannst skipta máli.
Þann 17. apríl opnuðum við sýningu á Barnamenningarhátíð með verkum barnanna við söguna í Borgarbókasafninu í Grófinni. Á sýningunni voru verk sem börnin voru búin að vinna frá því í janúar. Sýningin var vel heppnuð og vorum við í leikskólanum afskaplega stolt af börnunum.
Í tilefni af Barnamenningarhátíð kom Æringi í heimsókn og var með sögustund. Æringi er verkefni sem Borgarbókasafnið er með fyrir börn fædd 2013.
Elstu börnin héldu áfram að fara í heimsóknir. Við fórum í Alþingishúsið og fengum kynningu á húsi og starfi. Við heimsóttum einnig Skýjaborgir, sem er frístundin í Vesturbæjarskóla. Þar fengu þau að leika sér og kynningu á því sem þar fer fram.
Í lok apríl – byrjun maí var svo haldið í síðustu heimsóknina í Vesturbæjarskóla. Við byrjuðum á að fara í frímínútur og síðan á bókasafnið þar sem krakkar í 6.bekk tóku á móti okkur og lásu fyrir krakkana. Í maí komu svo krakkar úr fyrsta bekk í heimsókn á Drafnarstein. Þau voru mörg hver að heimsækja sinn gamla leikskóla og hitta vini um leið. Borgarleikhúsið bauð okkur í heimsókn og kom umferðaskólinn á Drafnarstein og var með fræðslu.
Eldri krakkarnir fóru í leynigarðinn og grófu upp það sem þau settu niður í haust. Það eina sem fannst var plastið!
Dagur jarðar var 22. apríl og fórum við á leikskólanum í gönguferð með öll börnin í Leynigarðinn ásamt börnunum frá Drafnarborg. Hópurinn var flottur og söng nokkur lög saman í góðu veðri.
Í maí fór yngri hópurinn okkar í ferð í Gufunesið á námskeiðið Könglar og kóngulær. Þar hittum við snigla og ánamaðka, fengum heitt kakó og snúða. Mjög skemmtilegt útinám og verður að segjast að börnin stóðu sig einstaklega vel miðað við langt ferðalag í strætó og á göngu.
11.maí stóð foreldrafélagið fyrir sveitaferð á Bjarteyjasand, ferðin gekk í allastaði mjög vel þrátt fyrir leiðinda veður.
Á Trölladyngju byrjaði nýr starfsmaður sem heitir Ingibergur og fór Hrönn í sérkennslu.
Að lokum minnum við á myndirnar á heimasíðunni!
Bestu kveðjur börn og starfsfólk Álfheima og Trölladyngju