Drafnarborg hlaut Grænfánann í þriðja sinn þriðjudaginn 13.október sl. á 65ára afmælisdegi skólans.
Safn frétta frá öllum deildum
Drafnarborg fær fána í þriðja sinn
Þann 13. október síðastliðin, fengum við afhendan Grænfánann í þriðja sinn. Reyndar kusum við að fá skjöld í þetta sinn. Skýrluna má lesa hér á síððunni (undir Grænfáni - Drafnarsteinn). Börnin tóku á móti skyldinum við athöfn þar sem starfsmaður Grænfána landverdar, Katrín Magnúsdóttir afhennti þeim skjöldin. (Sjá myndir á myndasíðu)
Afhending í þriðja sinn á 65 ára afmæli skólans
Drafnarborg hlaut Grænfánann í þriðja sinn þriðjudaginn 13.október sl. á 65ára afmælisdegi skólans.
Mars
Komið þið sæl.
Síðasta dag febrúarmánaðar fórum við í vinakakó í Drafnarborg. Við drukkum ilmandi heitt kakó og sungum vinalög í dásamlegu veðri.
Marsmánuður byrjaði mjög skemmtilega á bolludegi, sprengidegi og öskudegi.
Á bolludag borðuðum fiskibollur í hádeginu og svo fengum við rjómabollur í kaffitímanum.
Þá kom sprengidagur þar sem allir borðuðu saltkjöt og baunir með bestu lyst. Að lokum kom svo, sjálfur öskudagur, sem allir voru búnir að bíða eftir í langan tíma. Á Trölladyngju mættu alls kyns furðuverður bæði stórar og smáar, sem skemmtu sér konunglega við það að slá köttinn úr tunnunni, dansa og syngja saman. Að lokum komu sér svo allir vel fyrir og horfðu saman á skemmtilega mynd.
Harmonikuball var haldið í salnum 14.mars og það komu félagar úr Harmonikufélaginu til okkar sem spiluðu á ballinu. Við sungum og dönsuðum við Óla skans, Karl gekk út um morguntíma og fleiri skemmtileg lög.
Norsku nemarnir okkar, þær Ingrid og Synnöve, hafa fallið vel inn í Trölladyngjulífið. Þemað þeirra er hátíð lita og gleði. Börnin eru búin að gera tilraunir með blöndun lita sem þau mála með, spila á hljóðfæri , syngja og fara í norska útileiki. Allir hafa skemmt sér konunglega. Börnin eru dugleg að kenna þeim íslensk orð og læra um leið norsk orð sem þau nota til að gera sig skiljanleg.
Umhverfisfundur var haldinn 20.mars og þar kom í ljós að gulu stjúpufræin voru komin upp en ekki þau bláu. Telja börnin þetta afar merkilegt og munu fylgjast vel með þessari þróun.
Elín Mjöll átti stórafmæli þriðjudaginn 25.mars. Við löbbuðum heim til hennar um morguninn og sungum fyrir hana afmælissönginn í garðinum hjá henni. Þetta kom henni svo sannarlega á óvart eins og meiningin var. Föstudaginn 28.mars hélt afmælisgleðin áfram með söng og skemmtilegum uppákomum. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Páll Óskar, sem hún hefur þekkt frá fæðingu, kom og söng fyrir hana og fékk öll börnin til að dansa og syngja með sér. Stuðið var svo mikið að þakið var næstum fokið af húsinu.
Kveðja frá Trölladyngjubúum.
- 1
- 2