Drafnarsteinn
Í starfi leikskólans leggjum við áherslu á að byggja upp frjótt og skapandi umhverfi þar sem börn fái notið sín og þau hafi möguleika á að læra af eigin reynslu og umhverfi þar sem áhugi þeirra og athafnaþörf eru virkjuð.
Við leggjum áherslu á mál, málörvun og skapandi starf. Við styðjumst við verkefnið Ótrúleg eru ævintýrin eftir Sigríði J. Þórisdóttur en það er byggt á hugmyndafræði Mc Crackens um ,,heildstætt nám". Þessi hugmyndafræði er nýtt sem grundvöllur í öllu okkar náms- og starfsumhverfi.
Við leggjum mikið upp úr leik barnsins, gildi hans og að hann fái tíma og rými í okkar starfsemi.
Við höfum samskipti, vináttu og virðingu að leiðarljósi í okkar uppeldisstarfi og teljum mikilvægt að skapa andrúmsloft þar sem ríkir öryggi og vellíðan.
Leikur er líf - leikur er nám - leikur er vinna barnsins.
Leikskólastarfinu er skipt í tvennt, vetrarstarf og sumarstarf. Vetrarstarfið er mun skipulagðara en sumarstarfið sem byggir á meiri útiveru.