Leikskólastarf

Drafnarsteinn

Í starfi leikskólans leggjum við áherslu á að byggja upp frjótt og skap­andi um­hverfi þar sem börn fái notið sín og þau hafi mögu­leika á að læra af eigin reynslu og um­hverfi þar sem áhugi þeirra og at­hafna­þörf eru virkjuð.

Við leggjum áherslu á mál, mál­örvun og skap­andi starf. Við styðjumst við verk­efnið Ótrú­leg eru ævintýrin eftir Sig­ríði J. Þóris­dóttur en það er byggt á hug­mynd­a­f­ræði Mc Crackens um ,,heildstætt nám". Þessi hugmyndafræði er nýtt sem grundvöllur í öllu okkar náms- og starfsumhverfi.

Við leggjum mikið upp úr leik barnsins, gildi hans og að hann fái tíma og rými í ok­kar starf­semi.

Við höfum sam­skipti, vin­áttu og virðingu að leiðar­ljósi í ok­kar upp­eldi­ss­tarfi og teljum mikil­vægt að skapa and­rúms­loft þar sem ríkir öryggi og vel­líðan.

Leikur er líf - leikur er nám - leikur er vinna barnsins.
Leik­skóla­starfinu er skipt í tvennt, vetrar­starf og sumar­s­tarf. Vetrar­starfið er mun skipulagðara en sumar­starfið sem byggir á meiri úti­veru.

 

 

 

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...