Comeniusarverkefni Dvergasteins 2011 til 2013

Comenius 2011Puppets with a green mission 

pwagm 2Nú höfum við hafið tveggja ára Evrópusamstarfsverkefni með Belgíu, Hollandi, Litháen, Rúmeníu, Slóveníu,
Tyrklandi, Spáni og Portúgal.

Verkefnið heitir Puppets with a green mission og byggir á okkar fyrra Evrópusamstarfsverkefni en að þessu sinni snúum við okkur að umhverfismennt. Brúður verða áfram í skiptinemahlutverkum en allar hafa þær einnig ,,græn'' hlutverk.

Í heimsóknum brúðanna koma þau með upplýsingar um þeirra skóla og heimaland ásamt því að koma með tilraunabox um þeirra frumefni eða þátt.  Hlutverk Trölla og Skellu, sem eru brúðurnar okkar, hafa til dæmis tilraunabox með sér sem hefur að geyma ýmislegt um ELD.

Verkefnastjóri verkefnisins og skólans er Linda Björg Birgisdóttir deildarstjóri Ljúflingsholts

 

Heimasíða verkefnisins er : http://www.puppetswithamission.eu

Heimasíða Comenius á Íslandi er:  http://www.comenius.is

 

Prenta | Netfang