Fimmti fundur Comeniusar-verkefnisins "Puppets with a green mission" er nú afstaðinn og var hann haldinn í Kaunas, Litháen, vikuna 12-16 mars. Fundinn sátu Linda Björg verkefnastjóri og Halldóra aðstoðarleikskólastjóri. Fundað var um verkefnið ásamt því að kynnast landi og þjóð. Þrátt fyrir mikinn kulda var hlýtt meðal fundarmanna. Nú er hafinn undirbúningur á síðasta fundi verkefnisins sem fer fram hér á Íslandi dagana 29.maí til 1.júní næstkomandi.